Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 116
386
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Nokkuð hefur áður verið ritað um leikstarf áhugamanna á ís-
landi. Ef undan eru skildar ýmsar blaðagreinar eftir frumkvöðla
íslenskrar leiklistar, eins og Indriða Einarsson og Matthías
Jochumsson,3 verður Lárus Sigurbjörnsson einna fyrstur til að
koma inn á þetta efni í tveimur greinum í Almanaki Þjóðvinafé-
lagsins,4 Markmið þeirra greina er að rekja sögu leikstarfseminnar
almennt og leikritunar sérstaklega. Auðvitað ber þar á góma
áhugamannasýningar, bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík, en
þarna er þó einkum reynt að rekja þróunarferil sýninga í Reykja-
vík. Um líkt leyti birtust í tímariti Elaralds Björnssonar, Leikhús-
málum, nokkrar greinar um upphaf leikstarfsemi á landsbyggð-
inni, ritaðar af kunnugum heimamönnum og er þar að finna
ýmsan fróðleik.5 En árið 1943 hafði Ævar R. Kvaran ritað
hugvekju í sama rit um íslenska leiklist almennt og sérstaklega
um gildi áhugaleiksýninga á landsbyggðinni. Öll þessi skrif stuðl-
uðu að auknum skilningi á þessari starfsemi, sem lýsti sér í stofn-
un Bandalags íslenskra leikfélaga 1950, en þar voru þeir Ævar R.
Kvaran og Lárus Sigurbjörnsson hvatamenn.
Markverðasta rit, sem lýsir þróun leikstarfsemi í einu byggð-
arlagi, er Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 eftir Harald Sig-
urðsson.6 Auk þéss má nefna ritsmíð Brynju Dísar Valsdóttur,
„Leiklist í Öngulsstaðahreppi frá 1860-1926 og menningarfélög
hreppsins á því tímabili“.7 Þá er mikinn fróðleik að sækja í sögu
ýmissa kaupstaða, kauptúna og byggðarlaga, sem birst hafa á
undanförnum árum. Er vísað til þeirra flestra í ritinu Islensk leik-
list I og II, en reyndar hafa fleiri bæst í hópinn síðustu tvö ár. I
fyrra bindi Islenskrar leiklistar drap ég á upphaf leiklistar í þeim
kauptúnum, sem voru fyrst til að leggja út í leikstarfsemi, t.d. á
Akureyri, Isafirði og í Stykkishólmi, en í öðru bindinu eru dæmi
tekin miklu víðar af landinu og sérstaklega rakin saga þessarar
3 Þjóðólfur 24. jan. 1878 (Matthías); „Sjónleikar í Reykjavík", Reykjavík I
(1900) (Indriði).
4 „Islensk leiklist eftir 1874“, Almanak Þjóðvinafélagsins 1948; „íslensk leikrit-
un eftir 1874“, Almanak Þjóðvinafélagsins 1949.
5 Leikhúsmál 1940-50.
6 Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 (1992).
7 BA-ritgerð í sagnfræði (ópr.). Háskóli íslands (1988).