Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 236
506
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
alla frásögnina í Þeirri kvöldu ást. Sú fullyrðing að kyngervin, og jafnvel
kynin tvö, séu ekki jafn sjálfgefin og gjarnan er talið, heldur „hugtök“
sem eigi það til að „afbakast", skekur þessar náttúrustærðir og opnar
möguleika á öðrum og jafnvel annars konar skilgreiningum. Þessi nei-
kvæða „eðlisfræði" hefur ekki ósvipað markmið og gjörningskenning
Judith Butler: Að draga í efa tvenndar(andstæðu)kerfið sem grundvallar
vestræna hugsun og skjöna gagnkynhneigt forræði til að rýma fyrir öðr-
um, fyrir hinum.
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er gegndarlaus gagnrýni á
borgaralega orðræðu og gildi. Líka ádeilu er að finna að meira eða minna
leyti í öllu höfundarverki Guðbergs Bergssonar en sjaldan hefur hún
verið beittari og meinhæðnari en hér. Tómas Jónsson. Metsöluhók
hneykslaði á sínum tíma en það er nær óhugsandi að Sú kvalda ást hefði
fengist útgefin á því herrans ári 1966. Skáldsagan olli samt engu
fjaðrafoki þegar hún kom út árið 1993. Kannski hafa frekar dauflegar
viðtökur hennar að einhverju leyti verið vegna þess að bókin kom í kjöl-
farið á glæsisiglingu Svansins á íslenskri bókmenntatjörn. Sú kvalda ást
er að mörgu leyti margræðari, meira ögrandi og mun ósvífnari. Orðræða
sögunnar er nýstárleg í íslenskum bókmenntum og árásir á helstu stofn-
anir samfélagsins óvægnar og hefðu einhvern tíma verið kallaðar ótækar.
Þessi atriði eiga eflaust þátt í því hvað þessi mikilvæga og magnaða
skáldsaga fór tiltölulega hljótt en hugsanlega hefur umfjöllunarefnið
sjálft líka haft sitt að segja. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er
fyrsta íslenska skáldsagan þar sem ástarsamband tveggja karlmanna er í
brennidepli og þar sem slíku sambandi er lýst á raunsæislegan og hisp-
urslausan hátt.
Það er lýsandi, og kannski kaldhæðnislegt, að þegar fyrsta hinsegin
skáldsagan fæst birt, hefur möguleika á því að vera gefin út, kannski
einkum vegna póstmódernísks afskiptaleysis en vonandi einnig vegna
þess að fordómar eru á undanhaldi, þá fær hún takmarkaða umfjöllun,
og alls ekki á „samkynhneigðum" forsendum. Margháttuðu helgibroti
„raunveran", er utan textans (hvað sem það merkir) þó að við höfum ekki að-
gang að henni nema í gegnum tákn og tungumál. En merkingarmið tákna og
hið yfirskilvitlega táknmið (Guð!) eru á skilafresti og færast stöðugt undan.
Upprunaleiki og nxrvera eru því ekki nema goðsagnir. Allt, líka náttúran,
eðlið og líkaminn, og undir þetta tekur Butler, eiga sér (alltaf, þegar) sögu(r).
Afbygging er leið til að kanna þessar sögur eða orðræður, formgerð þeirra,
hverjir hafa samið þær og í hvaða tilgangi. Þetta er ábyrg leið að róttækri
gagnrýni á samfélagslegar valdaformgerðir og forsenda raunverulegra umbóta
í róttœku eða komandi (verðandi) lýðræði (sbr. Derrida: démocratie á venir).