Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
MEÐ RAUÐAN SKÚF
295
gagnrýnisaugum (33Eiml83).33 Þar með er ljóst að ekki var búið
að prenta grein Brynjólfs - að minnsta kosti ekki í heild sinni -
hinn 9. maí, og við getum vogað okkur að setja fram þá tilgátu að
hið sama hafi gilt um ljóðin fjögur sem koma næst á undan henni
í Fjölni, en eitt af þeim er „Eg bið að heilsa!“.34
Sé þessi tilgáta rétt hefði Jónas ekki aðeins getað skrifað hand-
ritið c, heldur einnig rætt Ijóðið við samstarfsmenn sína, eftir að
hann kom aftur til Kaupmannahafnar og áður en handritið c var
afhent prentaranum. Hann hefði jafnvel getað - ef hann hefði haft
hug á því - litið á ljóðið í próförk.35 Sé þessi tilgáta rétt skýrir
hún líka hvers vegna „Ég bið að heilsa!" var ekki skipað með
þeim fjórum öðrum ljóðum Jónasar sem birtust í þessu hefti
Fjölnis: það hafði komið of seint á vettvang.36 Sennilegt er að þeg-
ar hafi verið búið að prenta blaðsíðurnar með þessum fjórum
ljóðum þegar „Ég bið að heilsa!" var samþykkt 13. apríl (reyndar
er sennilegt að þær hafi verið prentaðar einhvern tímann fyrir 23.
mars, þegar Pétur Pétursson tilkynnti öðrum Fjölnismönnum
„að prentarann vantaði nú handrit“ (33Eim88)).
33 Það kemur ekki á óvart að ritgerð Brynjólfs um Alþingi er aftast í heftinu
(7F110-36). A eftir henni komu aðeins tvær tilkynningar, „Konungsbréf og
þakklætisskrá" og „Boðsbrjef um minnisvarða eftir sjera Tómas Sæmunds-
son“ (7F136-40).
34 Nöfn, höfundar og blaðsíðutöl þessara kvæða koma hér á eftir, ásamt dagsetn-
ingu fundarins þegar hvert ljóð var samþykkt til birtingar (innan sviga):
„Olund" eftir Grím Thomsen, bls. 104-105 (30. mars; 33Eim89); „Jeg bið að
heilsa!" eftir Jónas, bls. 105-106 (13. apríl; 33Eim89); „Til móður minnar á
banasænginni“ eftir Gísla Thorarensen, bls. 106-108 (30. mars; 33Eim89 (þar
sem kvæðið er kallað „bréf til móður hans“ frá Gísla)); „Kveðja" eftir Gísla
Thorarensen, bls. 108-109 (27. apríl; 33Eiml83). Þegar síðasttalda ljóðið var
prentað í Fjölni var það eignað „S. Th.“ sem Matthías Þórðarson tók ranglega
upp sem „G. Th.“ (33Eiml83 n.2).
35 Prófarkalestri fyrir þetta hefti Fjölnis hafði verið skipt milli manna á fundin-
um 24. febrúar og Brynjólfur átti þar stóran hlut að máli (sjá 33Eim87).
36 Þessi ljóð birtust saman í flokki á bls. 27-32: „Dal-vísa“, bls. 27-28 (20. janúar;
33Eim84 (hún var fyrsta efnið sem var samþykkt til birtingar í heftinu, á fund-
inum þegar heftið sjálft var fyrst til umræðu)); „Sláttu-vísa“, bls. 28-29 (9.
mars; 33Eim87); „Illur lækur eða heimasætan", bls. 29-30 (33Eim87-88);
„Kossa-vísa“, bls. 31-32 (33Eim88).