Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 174
444
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR
SKÍRNIR
sjái svo um að settar verði rammar skorður við innflutningi útiendinga,
sem nú leita dvalar um gervalla Evrópu.71
Örfáum árum síðar þótti hins vegar sumum að styrjöldin
hefði beint nýrri ógn að íslenskum kynstofni. I Tímanum árið
1941 birtist grein eftir Jón Sigtryggsson fangavörð undir titlinum
„Slæm kynblöndun“, þar sem viðfangsefnið voru barneignir ís-
lenskra kvenna með útlendingum, einkum sjómönnum. Virtist
Jóni að af slíkum samböndum fæddist „vandræðafólk", en rök
hans voru þau að undanfarinn áratug hefðu tíu af hundraði þeirra
sem sátu inni fyrir „glæpi og grófari afbrot“ verið af erlendu
bergi brotnir í aðra ættina. Ættu þeir oftast íslenska móður og er-
lendan föður. „Þetta eru ákaflega ískyggilegar tölur og athyglis-
verðar“, sagði Jón, „ekki sízt á þessum herndmstíma. Þær benda
skírt í þá átt, að kynblöndun þessi sé ekki til hagsbóta fyrir
íslenzka kynstofninn.“ Jón taldi þessa úrkynjun ekki stafa af því
að hinir erlendu karlmenn væru af óæðri kynþætti. I mörgum til-
vikum væri um að ræða Norðurlandabúa sem stæðu jafnfætis
Islendingum hvað kyngöfgi varðaði. Orsökin lá fyrst og fremst í
„kyngöllum“ foreldranna, að mati Jóns. Hann kvað íslenskar
konur sem leituðu lags við erlenda karlmenn oftast vera litlum
mannkostum búnar. Svipaða sögu væri að segja af umræddum
karlpeningi. Börn sem fæddust af slíkum samböndum væru af
slæmu kyni og því „ekki til hagsbóta fyrir íslenzka kynstofninn".
Hér væri um alvarlegt mál að ræða þar sem íslenska þjóðin væri
fámenn og því mikil þörf á „skynsamlegum kynbótum".72
Agúst H. Bjarnason tók undir skoðanir Jóns í riti sínu Vanda-
mál mannlegs lífs og gekk reyndar svo langt að endurprenta þar
grein fangavarðarins. Hann taldi Jón þó ekki hafa gert eins mikið
úr þessu vandamáli og tilefni væri til:
Höf. sést aðeins yfir það, að hættan er nú margföld á móts við það, sem
var, einmitt á meðan hið margmenna setulið dvelst hér, því að þótt í því
sé margt ágætra manna, þá er þó misjafn sauður í mörgu fé, og það eru
að jafnaði hinir óprúttnustu, er leita lags við aðra sína líka af kvenkyn-
71 Vísir, ll.des. 1938, 2.
72 Tíminn, 2. sept. 1941, 2-3.