Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 93
SKÍRNIR
KONUNGASAGAN LAXDÆLA
363
eru hafnir yfir almúgann.13 Þó að hetjur Islendingasagna og ridd-
arasagna þurfi að sanna sig í mannraun gildir annað um Laxdæli.
Þeir eru góðir af sjálfum sér, þurfa ekki að vinna sér frægð.14 Lax-
dælir hafa nóg að iðja við að setja sig á svið meðal konunga og á
alþingi, halda skrautsýningu á ágæti sínu sem er tákngert í
skarlati, gullhringum og síðast en ekki síst í fögru andliti, vel
sköpuðum líkama og ljósum lokkum Kjartans Ólafssonar.
Að því leyti eru Laxdælir hliðstæðir konungum í Islendinga-
sögum, riddarasögum og allmörgum konungasögum sem hafast
ekki að en láta kappa sína vinna stórvirkin. Konungar þurfa ekki
að fella víking eða vinna sigur í orustu til að fá ríki sitt, þeim næg-
ir ætterni og glæsibragur. Hetjur vinna sér sérstöðu en Laxdælir
hafa hana frá upphafi, eins og konungar, og útlitið tekur af öll tví-
mæli um sérstöðu þeirra. Þegar Gestur Oddleifsson hittir Kjartan
og Bolla í sundi í Laxá þekkir hann þá þegar í stað en ekki aðra
sem þar eru: „Ekki kvazk Gestr þekkja ættarbragð Óláfs á þeim
mgnnum“ (92). Ólafur pá þekkist bæði af ásjónu sinni og búningi:
„var hann því auðkenndr frá gllum mgnnum" (38-39).
Madelung hefur bent á að ofuráhersla á hið ytra, t.d. klæðnað
og búning, einkenni bæði Laxdælu og konungasögur.15 Unnur
djúpúðga deyr upprétt eins og drottning í hásæti.16 Áhersla á hár
13 Sbr. greiningu Northrop Frye (Anatomy of Criticism, 33-34) á söguhetjum.
Ursula Dronke orðar það á þann veg: „Kjartan and Guðrún, far excel other
men and women in beauty and elegance and all the accomplishments that
make for social brilliance" („Narrative Insight in Laxdæla saga“, 121). Davíð
Erlingsson telur á hinn bóginn að í ýmsum þáttum Laxdælu skynji „lesandi
sjónarstað almennings en ekki höfðingja, sem umhugað væri um virðing sína
og vald“ („Höfðingsskapar spegill og skilnings stýri“, 22). Benda má á að
vafasamt er að Laxdæluhöfundur hafi séð þversögn í að dást að höfðingjum og
hafa samúð með smælingjum. Það breytir því ekki að frá sjónarhorni 13. aldar
er hinn smái smár og hinn hái hár, konungur konungur og þræll þræll og sós-
íalískar hugmyndir sem gegnsýra hugarfar manna á 19. og 20. öld væru að lík-
indum framandi Laxdæluhöfundi.
14 A þetta hefur Bjarni Guðnason bent („Den nordiske renæssance og Laxdæla
saga“). Þakka ég honum margar athuganir um Laxdælasögu sem hafa verið
mér innblástur við gerð þessarar greinar.
15 Madelung. „Snorri Sturluson and Laxdoela". Kramarz-Bein („‘Modernitát’
der Laxdœla saga“) hefur einnig fjallað um mikilvægi klæða og skarts í Lax-
dælu.
16 Sbr. Ármann Jakobsson. „Det oprejste lig“; Ármann Jakobsson. I leit að
konungi, 96-97.