Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 38
308
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
hjónin vilja sinn með játningu frammi fyrir Guði og mönnum.
Lýst er yfir gildi játningar þeirra, beðið fyrir þeim og þau
blessuð. Síðast er sunginn sálmur.2 Greinilegt er af uppbyggingu
athafnarinnar að hún miðar að því að boðskapurinn um hjóna-
bandið komi sem skýrast fram.
I leit okkar að hinum kristna hjónabandsskilningi skulum við
beina kastljósinu að einum hluta þessarar athafnar, þ.e. prédikun
prestsins, og skoða á hvaða grundvelli hún hvílir og af hvaða hefð
hún er mótuð. Fyrst verður fjallað um helstu atriði hjónabands-
skilnings, eins og hann birtist í ákveðnum ritum Gamla testa-
mentisins, þá hjá Jesú í Nýja testamentinu. Síðan skoðum við
hugmyndir siðbótarmannsins Marteins Lúthers (1484-1546) um
hjónabandið og loks hugmyndir biskupanna Jóns Vídalín (1666-
1720), Helga G. Thordersen (1794-1867) og prestaskólakennar-
ans og sálmaskáldsins Helga Hálfdánarsonar (1826-1894).3 Eg
kýs að fjalla um hugmyndir þessara þriggja íslensku guðfræðinga
af því að kenning kirkjunnar á Islandi kristallaðist fyrst og fremst
í þeirri fræðslu sem prestar veittu almenningi í prédikunum við
brúðkaup, en sérstaklega í útleggingu þeirra á brúðkaupinu í
Kana (Jh 2.1-11). Ut frá þeim texta var prédikað annan sunnudag
í þrettánda og að sjálfsögðu einnig við brúðkaup. Prédikunarsöfn
eða postillur höfðu mikla þýðingu við að koma skilningi kirkj-
unnar manna á hjónabandinu til almennings, en þessi söfn voru
alla jafna rituð af biskupum, eða virtum kennimönnum, og þau
innihéldu hina opinberu kenningu kirkjunnar í hugum lands-
manna. Allt fram á þessa öld voru postillur lesnar á nær hverju ís-
lensku heimili. Þær endurspegla því ekki einungis hugmyndir
guðfræðinga um málefnið, heldur líka það aldarfar og þann skiln-
2 Handbók íslensku kirkjunnar, Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju, Reykja-
vík 1980, 132-35.
3 Þannig væri einnig hægt að gera grein fyrir t.d. umfjöllun Dr. H. Marteinsen
um hjónabandið í siðfræði hans, Die Christliche Ethik. Zweite Abteilung: Die
sociale Ethik, 2. útg., Verlag von Rudolf Besser, Gotha 1879, 3-100, sem er um
margt áhugaverð og áhrifa hennar gætir m.a. í siðfræði Helga Hálfdánarsonar.
Helgi Hálfdánarson: Kristileg siófrxói eptir lútherskri kenningu, útg. Jón
Helgason, Isafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1895. Þessi áhrif koma m.a. fram í
umræðu Helga um hjónabandið (316-28) og deilir hann nokkuð á Schleier-
macher (320).