Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 140
410
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
17. Blönduós (52, 113, 273, 365). Fyrsta leiksýning sem vitað er um
1897 og stóð að henni íþróttafélag. Leikstarfsemi aftur 1898 og
1900 og af og til næstu tvo áratugi, að því er virðist. Sjá Pétur Sæ-
mundsen í Húnaþingi I, 456-61.
18. Sauðárkrókur (179, 407, 453, 513). Fyrsta leiksýning sem vitað er
um, var á tveimur íslenskum leikritum (Dauðinn og Maurapúkinn)
eftir Gunnlaug Einar Gunnlaugsson 4. febrúar 1876. Bæjarbúar þá
innan við 20 manns. Leikfélag stofnað 1888, hið fyrsta með því
nafni, en starfsemi þess ekki óslitin. Meðal þeirra sem stóðu fyrir
leiksýningum um og upp úr aldamótum voru Leikfélagið Alda-
mót, Leikfélagið Díana, Leikfélagið Stormur, Kvenfélagið og Ung-
mennafélagið Tindastóll, enda stundum leikið á tveimur stöðum
samtímis (Góðtemplarahúsið og Salurinn). Sjá Kristmundur
Bjarnason: Saga Sauðárkróks I, 342 og áfr.; sami: „Nokkur orð um
leikmennt á Sauðárkróki 1876-1941“, Leikskrá Leikfélags Sauðár-
króks á 100 ára afmœli leiklistar á Sauðárkróki (1976), 13; Helgi
Hálfdanarson: „Miðdepill alheimsins“ í sama riti, 46-48; Helgi
Konráðsson, Leikhúsmál IV, 1, (1943), IV, 2-3 (1944), V, 1-2
(1945) og Haraldur Björnsson, Leikhúsmál VII, 2-3 (1948). Ennfr.
fjöldi bréfa frá Kristmundi Bjarnasyni til Helga Hálfdanarsonar og
greinarhöfundar, febrúar-maí 1997. Sjá einnig Björg Hansen:
„Endurminningar 1861/1883“ í Skagfirðingahók, 23. árg. (1994).
19. Skagaströnd (33, 22, 120, 146). Fyrstu leiksýningar með dönskum
söngvaleikjum 1895. Sjá Kristmundur Bjarnason: Saga Sauðár-
króks, 342 og áfr.; Bjarni Guðmarsson: Byggðin undir borginni
(1989), 160; Húnaþing I, 537.
20. Grafarós. I grein í blaðinu Norðra á Akureyri 26. desember 1859
segir að heyrst hafi af leiksýningu á Grafarósi þá um haustið. Ekki
er vitað hvað leikið var, en sennilega var leikið á dönsku.
21. Hofsós (748 [1901], 109, 164). Að ekki heyrist meira af leiksýning-
um á Grafarósi getur stafað af því að byggðin óx við Hofsós,
handan við litla vík. Þar er vitað um leiksýningar 1898-99 (Maura-
púkinn, Astardrykkurinn). Næstu tvo áratugina var lífleg leikstarf-
semi á Hofsósi undir forystu héraðslæknisins þar. Sjá Saga Sauðár-
króks I, 342 og áfr. og áðurnefnd bréf frá Kristmundi Bjarnasyni til
Helga Hálfdanarsonar og greinarhöfundar, einkum dags. 16. febr-
úar 1997 og 25. mars 1997.
22. Siglufjörður (72, 145, 415, 1159). Ungmennafélagið stóð árið 1898
fyrir fyrstu Ieiksýningunni sem vitað er um á Siglufirði, Vesturför-
unum eftir Matthías Jochumsson, ásamt kvenfélaginu Von og
Verslunarmannafélaginu. Starfsemin virðist einkum hafa glæðst
undir 1920. Sjá Ingólfur Kristjánsson: Siglufjörður: 150 ára
verzlunarstaður, 50 ára kaupstaðarréttindi (1968), 475-77; blaðið
Fram 6. mars 1920.