Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 228
498
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
sjálfu sér sem er viðfangsefni sögunnar, heldur öllu fremur eðli ástar-
innar sem mannlegs fyrirbæris - óháð kyni og kynhneigð".551 öðrum
dómi segir að ástir aðalpersóna séu „ekki aðeins ástríðufullar og fallegar,
þær eru einnig fullkomlega eðlilegar“ og „skína skært og fallega eins og
aðrar ástir sem koma frá hjartanu“. I enn öðrum dómi segir: „[Þ]að
væri mikil einföldun að segja bókina fjalla um lesbískar ástir eingöngu“.
Og ennfremur, „það sem er svo frábært er að höfundur leggst hvergi í
krufningu á ástum samkynhneigðra, [...] ástinni er lýst eins og hverri
annarri - áður umfjallaðri - ást“.571 fjórðu umsögn segir, ,,[s]agan leggur
áherslu á það að kynferði skipti engu máli þegar ástin er annars vegar“.58
Fimmti gagnrýnandi segir söguna sýna „valdaleysi manneskjunnar gagn-
vart ástinni“ og að „aðalatriðið [sé] ekki það að þarna eru tvær konur
sem elskast". Það kemur gagnrýnanda á óvart hvað ástarsamband þessara
tveggja kvenna er „sjálfsagt og eðlilegt þegar maður les bókina“.59 Þannig
virðist flestum í mun að árétta að Z fjalli um hina einu sönnu ást, þessa
sem er hafin yfir allt; að samkynhneigðin sé nánast tilfallandi og í sjálfu
sér ekki aðalatriði, enda fullkomlega eðlileg og slík ást í engu frábrugðin
„venjulegri" ást. Það liggur beinast við að taka undir þetta sjónarmið: Er
ekki ástin einmitt staurblind á kynhneigðir manna? Eða hvað? Fyrst
samkynhneigð ást er svona eðlileg og sjálfsögð, til hvers þarf að taka það
sérstaklega fram? Svarið er auðvitað að samkynhneigðar ástir falla hreint
ekki að norminu, að hinni gagnkynhneigðu formgerð. En, auðvitað xtti
hún að gera það og njóta sömu virðingar og sama réttar og hver önnur
ást. Með því að leggja ofuráherslu á að samkynhneigð ást sé eins og
gagnkynhneigð ást, og þar með eðlileg, eru gagnrýnendur eflaust að tjá
ósk sína og afstöðu, og fleyta „skilaboðum" höfundar áfram til lesenda.
Það læðist að manni sá grunur að þeir vilji, hugsanlega ómeðvitað, und-
irbúa lesandann, móta lestur hans og vinna „málefninu“ þannig gagn.
Þetta er góðra gjalda vert en getur verið að þarna komi líka til árátta sem
okkur er töm: Að gera það sem er öðruvísi, eða hinsegin, „eins“, laga
það að því „sama“, til að það sé ásættanlegt?60 Judith Butler gæti haldið
55 Soffía Auður Birgisdóttir, „Þeim var ekki skapað nema skilja“, Tímarit Máls
og menningar, 58/2 (1997).
56 Sigríður Albertsdóttir, „Ást í skugga“, ritdómur í DV, 27. nóvember 1996.
57 Sigurrós Erlingsdóttir, ritdómur í Veru, 6. tbl. 1996, bls. 36.
58 Marín Hrafnsdóttir, „Allt skiptir máli“, Dagur-Tíminn, 12. desember 1996.
59 Kolbrún Bergþórsdóttir, umsögn í Dagsljósi, Ríkissjónvarpið, 21. nóvember
1996.
60 Luce Irigaray segir um „kynjamun" (fr. différence sexuelle) að hann sé ekki
einfaldlega náttúrulegur eða líffræðilegur; hann sé til staðar í menningunni og