Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 123
SKÍRNIR LEIKIÐ f HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM
393
Seyðisfjarðar, Verkamannafélagsins Fram, Ungmennafélagsins og
Leikfélagsins Bjólfs. Rétt er að veita athygli að í örsmáu þorpi á
„Eyrunum“, (þ.e. Fiánefsstaða- og Þórarinsstaða) sunnanmegin
fjarðarins var einnig snemma fengist við leiki; í fyrsta sinn að því
er virðist 1888. Arið 1896 fer sá leikflokkur í gestaleik til Seyðis-
fjarðar með Narfa, sem síðan er sýndur aftur 1899 ásamt Maura-
púkanum eftir Gunnlaug Einar Gunnlaugsson. Um aldamótin
eru svo leikin á „Eyrunum“ tvö heimagerð leikrit eftir Arnbjörgu
Stefánsdóttur, Hildibrandur og Dvergur. Sýningar fóru fram í
„Patersons“-húsi, sem hafði verið reist 1891 sem fiskverkunar-
stöð niðri og verbúð uppi, en íbúð í verbúðinni breytt í skóla-
stofu og þar var leikið.23
I Vestmannaeyjum tíðkuðust forðum vökunætur, sennilega
tengdar vikivökum; sömuleiðis lifði þar gömul hefð, sem á þýsku
kallast „heischegánge“, en hún er á þá lund að menn klæða sig í
leikbúning og ganga á milli góðbúanna og berja dyra. Fyrsta
formlega leiksýningin í Eyjum er talin hafa farið fram skömmu
upp úr 1860 (Narfi), en nánari fregnir af þeirri sýningu skortir.
Síðan virðist hafa orðið hlé á leikstarfseminni fram til ársins 1889,
þegar Hrólfur er sýndur og síðan nokkur fjöldi leikrita næsta ára-
tug.24
Leiksaga Skagafjarðar og Sauðárkróks er sérlega athyglisverð.
Fyrstu sýningar í Skagafirði eru væntanlega á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð og í Hróarsdal í Hegranesi um 1870. Á Reynistað er
efnt til sýninga tveimur árum síðar og svo í febrúar 1876, en
óljóst er hvort þessar sýningar voru einnig haldnar á Sauðárkróki,
þó að ýmislegt bendi til þess. Á Sauðárkróki er vitað um sýningu
4. febrúar árið 1876 á tveimur leikjum eftir Einar Gunnlaug Ein-
arsson, Dau&anum og Maurapúkanum, eða ef þetta var ekki
sama leikritið og hét í frumgerð Dauðinn og maurapúkinn. Leik-
urinn á Reynistað veturinn 1876-77 var staðfærsla á Holbergsleik,
Kilderejsen eða Lindarferðin eftir Olaf Bjarnarson, prest í Ríp.
23 Charles Warneford Lock: Tbe Home of the Eddas (1879), 230. Upplýsingar
um dagbók Sigmundar Long eru úr bréfi til greinarhöfundar frá Ármanni
Halldórssyni, 23. mars 1995. Upplýsingar um sýningar á „Eyrunum" í bréfi til
greinarhöfundar frá Vilhjálmi Hjálmarssyni, 4. mars 1997.
24 Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja I (1946), 168-76.