Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 245
SKIRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
515
ir sjálf hvers vegna þú eigir að kveljast, því þrátt fyrir kvöl mína hef
ég aldrei harmað eðli mitt. Eg mundi ganga minn veg á ný, þótt öllu
grjóti heimsins yrði safnað í haug við kantinn og því kastað með
ókvæðisorðum á mig.
Kannski verða komnir aðrir tímar með skilning á eðli mannsins
og hann viðurkenndur eins og hann er en ekki hvernig guð á að hafa
skapað hann. [...] Eg veit að úr því ég er svona á eftir að fæðast annar
með sama hætti vegna þess að það sem fæðist hefur fæðst áður og
mun fæðast á meðan menn fæðast á jörðinni. Eg vil vara ættstofn
minn við væntanlegri fæðingu, svo það sem fæðist verði ekki borið
út. Það að bera út börn, leggja þau undir grjóthellu til þess að veðrin
deyði þau tíðkast ekki lengur, í staðinn eru notuð orð.
Að bera fólk út með orðum verður ekki hætt með lagaboðum.
Það tíðkast hvarvetna þar sem tungan hrærist.
Ég get ekki gefið þér eiginmann heldur vitneskju. Þetta verður
erfðaskrá mín til þín. (97-98, leturbreyting mín)
Þessi erfðaskrá kennarans, játning og vitnisburður, kallar dótturina, og
væntanlega lesendur, til ábyrgðar. (Það er annars skondið, miðað við
umsagnir og álit kennarans á konum að hann skuli velja dóttur sína til að
„bera í sér“ vonarglætuna um betra samfélag í framtíðinni; kannski hann
eigi þrátt fyrir allt samleið með Judith Butler og feministum!). I bókar-
lok er það dóttir hans, og framtíðin, sem fær hann til að hætta við að
kasta sér í hyldýpið; ábyrgðin gengur í báðar áttir! Vonin felur þó ekki
í sér neina trú og kannski er hún þegar allt kemur til alls vonleysið
sjálft.88
Þrátt fyrir þá ákvörðun kennarans að halda áfram að lifa lífinu, um
sinn, endar dagbókin, skáldsagan, á svörtum nótum, eða það sem verra
er, í grárri skírnu, rétt eins og saga sálfræðingsins í Hjartanu. Kennarinn,
sem hefur tekið á sig neikvæðni samfélagsins í garð samkynhneigðra,
hefur vissulega betri skilning á „eðlinu“ en margur en neikvætt og bælt
andóf hans beinist, þegar allt kemur til alls, inn á við. Hann er í „slæmri
trú“ með því að ljúga að sjálfum sér og öðrum og leiðist út í tvöfeldni og
tómhyggju af verstu gerð. Þó að hann tönnlist á því að hann sé tilbúinn
að deyja fyrir sína kvöldu ást, þorir hann ekki fyrir sitt litla líf að viður-
kenna „skömm“ sína fyrir nokkrum manni. En í því, að koma út úr
88 Það er tilvistarheimspekileg forsenda að varpa frá sér allri von (um annað og
eilíft líf) til að lifa „sönnu“ lífi.