Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
489
Sódómska hefur verið tíðkuð sem innvígsluathöfn í fjölmörgum öðrum
þjóðfélögum og meðal ýmissa hópa. Vitað er að þetta gilti um vissa
þjóðflokka í Albaníu fram eftir öldinni og sódómska er enn stunduð að
einhverju marki í „frumstæðum" þjóðfélögum.29 Dæmi um hliðstæðu
pederastíu meðal kvenna, svokallaðan „tríbadisma", er þekkt í Grikk-
landi frá fjórðu öld fyrir Krist.30 I Spörtu var ekki óalgengt að (h)eldri
konur ættu í kynferðislegu sambandi við stúlkur, rétt eins og karlar við
unga drengi.31 Líkt og hjá körlunum voru þessi sambönd tímabundin en
litin hornauga ella. Þó að ekki sé hægt að tala þarna um gagnkvæma ást í
öllum tilfellum er ljóst (af ýmsum heimildum) að samkynhneigt fólk hef-
ur leitt saman hesta sína bæði fyrr og síðar.
Umburðarlyndi í ætt við það sem tíðkaðist í Grikklandi (og var þó
takmörkunum háð) lagðist fljótlega af eftir fæðingu Krists. Sódómska,
eða samfarir í endaþarm (og reyndar hver sú kynferðisgjörð sem ekki
hafði frjóvgun að markmiði), var fram á átjándu öld talin synd sem við lá
dauðarefsing í ýmsum samfélögum.32 Á Islandi, sem annars staðar í Evr-
ópu, var ergi og sódómska fordæmt athæfi um aldir, rétt cins og það að
níðast á dýrum, enda lagt að jöfnu.33 Þó var dauðarefsing látin liggja milli
hluta og viðurlög voru vægari en víða annars staðar. í Skriftarboðum
Þorláks helga, frá því seint á 12. öld, segir:
Fyrir það skal minnst bjóða [fyrirskipa, refsa] þess er í lostasemi er
misgert að vakanda manni, ef hann saurgast af blíðlæti við konu.
Meira, ef maður saurgast af höndum sínum sjálfs. Meira, ef maður
saurgast af tré boruðu. Mest ef maður saurgast af annars karlmanns
29 Sjá um þetta t.d. umfjöllun Jeffrey Weeks í Sexuality, London: Tavistock
Publications Ltd., 1986, bls. 73.
30 Tríbadismi felst í því að tvær konur liggja saman, önnur ofan á, í „trúboða-
stellingu“, og líkja eftir „réttum“ samfarahreyfingum karls og konu. Skilgrein-
ingin er augljóslega samin af karlmanni en í henni er ennfremur tilgreint að sú
sem liggur ofan á sé yfirleitt með óvenju stóran sníp! Sjá í All You Ever
Wanted to Know About Sex But Never Dared Ask, ritstj. Robert Goldenson
og Kenneth Anderson, London: Bloomsbury, 1988.
31 Sjá greinina „Lesbian Sappho and Sappho of Lesbos" í From Sappho to De
Sade: Moments in the History of Sexuality, bls. 27.
32 Gert Hekrna, „A History of Sexology: Social and Historial Aspects of Sexual-
ity“, í From Sappho to De Sade: Moments in the History of Sexuality, bls. 175.
33 Karlar í Grikklandi, sem voru of áhugasamir um að eltast við drengi, voru
sagðir „agrios" eða „villtir" en orðið var yfirleitt notað um dýr. Sjá Jan
Bremmer í „Greek Pederasty and Modern Homosexuality", í From Sappho to
De Sade: Moments in the History of Sexuality, bls 9.