Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 146
416
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
barnið) og sviðsetning á breskum réttarhöldum. Sjá Pétur Guð-
mundsson: Annáll 19. aldar IV (1881), 373; Gísli Jónsson (ritstj.):
Saga Menntaskólans á Akureyri II (1981), 103; Kristmundur
Bjarnason: Saga Dalvíkur II, 228; Minningarrit Möðruvallaskólans
(1901), 11.
3. Flensborgarskóli, tók til starfa 1882. Sjá t.d. Saga Hafnarfjarðar I,
36. Sbr. hér að framan.
4. Bændaskólinn í Ólafsdal (1880). Sýning á leikgerð úr Manni og
konu 1900-1901. Sjá Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, 123.
5. Bændaskólinn á Hólum (1882). Að minnsta kosti frá 1914 skapast
sú hefð að sýna leikþætti í tengslum við þorrablót. Sjá Kristinn
Guðlaugsson í Búfræðingnum (1943); Kristmundur Bjarnason í
bréfi til Helga Hálfdanarsonar og greinarhöfundar 25. mars 1997.
6. Bændaskólinn á Eiðum (1883). Sannanir vantar fyrir leiksýningum
fyrstu árin en meðal skólasveina upp úr 1890 var Ólafur Haukur
Benediktsson, sem varð einn helsti leikarinn í Reykjavík um miðj-
an áratuginn. Eftir að skólanum var breytt í alþýðuskóla komst á
sú hefð að flytja þar árlega leiki eða leikþætti. Sbr. bréf til greinar-
höfundar frá Armanni Halldórssyni fv. skólastjóra á Eiðum, dags.
15. apríl 1995.
7-8. Bændaskólinn á Hvanneyri (1889). Frásagnir eru bæði af leikum
þar og í skólanum á Hvítárvöllum. Virðist hafa verið leikið sam-
eiginlega í þessum skólum þegar um áramótin 1902-1903, en þá var
Hvítárvallaskólinn mjólkurskóli. Hvort þetta var árlegur við-
burður eða ekki er óljóst. En að minnsta kosti hefur aftur verið
leikið 1907. Sjá Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi, 231; ennfr.
bréf frá Bjarna Guðmundssyni kennara á Hvanneyri til greinar-
höfundar, dags. 8. september 1997, þar sem hann vitnar m.a. í bók
sína Halldór á Hvanneyri (1995), 85 og dagbók ömmu sinnar,
Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur, húsfreyju á Kirkjubóli í
Dýrafirði (í handriti í vörslu Bjarna).
9-10. Kvennaskólinn í Reykjavík (1874). Heimildir um leiksýningar
liggja ekki fyrir. Sama máli gegnir um Kvennaskólann á Lauga-
landi.
11. Kvennaskólinn íYtri-Ey (1883). í Annál 19. aldarl (1886), 63 seg-
ir frá leiksýningu í skólanum.
12. Alþýðuskólinn á Núpi (1906). Vitað um sýningar áður en skólinn
var settur á Núpi og eftir. Fyrsta nafngreinda sýningin á leikgerð
Manns og konu eftir Sigtrygg Guðlaugsson 1909; farið var með
sýninguna í leikför til Þingeyrar og hún leikin aftur tveim árum
seinna. Sjá Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, 123; Halldór
Kristjánsson: Sigtryggur Guðlaugsson, 20 og áfr.