Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
MEÐRAUÐAN SKÚF
291
2. Þrounarsaga textans
Tveir elstu varðveittir textar af „Ég bið að heilsa!“ eru eiginhand-
arrit Jónasar í handritinu KG 31 b IV27 og sú gerð sem prentuð er
í sjöunda hefti Fjölnis 1844.28 Hér að neðan birtist (1) stafrétt út-
gáfa textans í KG 31 b IV og (2) textinn í Fjölni. Þær þrjár breyt-
ingar sem Jónas gerir í KG 31 b IV, allar ritaðar fyrir ofan línu,
eru sýndar með feitletri.
Jeg bið að heilsa.
Nú andar suðrið sæla vindum þíðum
á siónum allar bárur smáar rísa
þau
og flikjast út að fögru landi Isa-,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum
#
a rómi
O, heilsið öllum heim í orðum blíðum
um haf og land í drottins ást og friði,
leiði þið, bárur! bát að fiskimiði,
blasi þið vindar hlítt á kinnum fríðum
#
Saungvarinn liúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðra bliki háa vegar leisu
lágan
í grænan dal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, efað firir ber
eingill með hufu og grænan skúf, í peisu;
þrostur minn góður! það er stúlkan mín.
JEG BIÐ AÐ HEILSA!
Nú andar suðrið sæla vindum þíðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Isa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr, sem fer
með fjaðra bliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og r a u ð a n skúf, í peisu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
27 Ljósprentun af handritinu er að finna í Kvæöi Jónasar Hallgrímssonar í
eiginhandarriti, Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Halldórsson sáu um útgáfuna
(Reykjavík: Handritastofnun íslands, 1965), bls. 183. Þessi Ijósmynd er einnig
birt á vefsíðu Jónasar Hallgrímssonar.
28 Fjölnir. Arrit handa Islendingum. „Gefið út“ af nokkrum Islendingum. Sjö-
unda ár (Kaupmannahöfn: Prentað hjá J. D. Kvisti, bóka-prentara og nótna,
1844), 105-106. Eftirprentun þessarar fyrstu útgáfu er á vefsíðu Jónasar Hall-
grímssonar.