Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 132
402
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
sen, án þess að ljúka því verki, enda missti það marks á íslandi að
snúa ádeilunni upp á þýsk áhrif. Þá hitti Narfi Sigurðar Péturs-
sonar betur í mark, málhreinsunarhvöt löngu fyrir daga Hall-
gríms Schevings og Sveinbjarnar Egilssonar, sem títt hafa verið
kallaðir upphafsmenn málhreinsunar. Margar Holberg-stælingar
fylgdu á eftir Vefaranum, jafnvel vestanhafs, en kunnastar voru
þá líklega Ebeneser og annríkið (Den Stundeslöse) og Hallur
(.Pernilles korte Fröikenstand) í búningi Tómasar Jónassonar.
Holberg er fyrsta meiri háttar leikskáldið sem heldur innreið
sína á íslensk leiksvið í íslenskri þýðingu og eru þar að verki
skólapiltar þegar fyrir 1850. Uppistaða í verkefnavali skólapilta
verður síðan tvenns konar; annars vegar sígildir gleðileikir eftir
Holberg, læriföður hans Moliére og danska stúdentaskáldið
Hostrup - hins vegar nýsamin íslensk leikrit. Til sveita eru nær
eingöngu leikin íslensk verk.
í sjávarplássunum er verkefnavalið ofið úr fleiri þáttum. Eins
og við höfum séð fluttu danskir verslunarmenn með sér danska
söngvaleiki, svokallaðar „vaudeviller“, ýmist frumsamin verk eða
uppsuðu úr frönskum og þýskum smáleikjum. Bókmenntapáfi
Dana um miðbik aldarinnar, Johan Ludvig Heiberg, hafði skrifað
fræga grein til að upphefja þessa sjónleikjategund.35 Heiberg,
Erik Bögh, hið elskulega stúdentaskáld Hostrup, og reyndar
fleiri, höfðu keppst við að semja slík verk. Þau nutu enda
ómældra vinsælda um skeið og þær vinsældir náðu til Islands og
urðu verulegar, einkum í Reykjavík og á stærri stöðum. Afstaða
íslendinga var þó tvíbent. í fyrstu stóð baráttan um það að flytja
þessa leiki á íslensku en ekki dönsku; síðar, þegar nær dregur
aldamótum, risu upp bókmenntamenn og fordæmdu þessa teg-
und leikja sem léttvæga og veruleikafirrta. Þar sem ekki er til ná-
kvæm skrá yfir allar leiksýningar á íslandi á árunum 1854-1918,
verður ekki sagt með vissu hversu stórt hlutfall af verkefnavalinu
söngleikirnir voru. En við blasir að það hefur verið umtalsvert,
einkum framan af þessu tímabili. A móti komu svo stöku önnur
35 J. L. Heiberg: Om Vaudevillen som Dramatisk Digtart og om dets Betydning
for den danske Skueplads (1826).