Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 172
442
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR
SKÍRNIR
manna hugmyndir nasista á þessu tímabili og settu þær um hríð
svip sinn á umræðuna um kynbætur Islendinga. Arið 1933 stofn-
uðu íslensku nasistarnir samtök sem hétu í fyrstu Þjóðernishreyf-
ing íslendinga, en Flokkur þjóðernissinna reis upp úr klofningi
innan hreyfingarinnar árið 1934.61 í fyrstu stefnuskrá Þjóðernis-
hreyfingarinnar sagði meðal annars: „Vjer krefjumst, að í heil-
brigðismálum sje þess framar öllu gætt, að kynstofninn spillist
eigi af völdum arfgengra sjúkdóma. Heilbrigði þjóðarinnar sje
vernduð og efld á grundvelli mannkynbótafræðinnar."62 Þetta
ákvæði hefur verið eignað Eiði S. Kvaran,63 en hann lærði sagn-
fræði og mannfræði í Þýskalandi og hefur því verið vel kunnugur
kynbótastefnu nasista.64 Var hann sannfærður um að mannkyn-
bætur væru ekki aðeins eina leiðin „til þess raunverulega að lyfta
þjóðum á hærra stig“ heldur líka „mikilvægasta málefni“ þessa
tíma.65
Árið 1933 ritaði Eiður grein um mannkynbótastefnuna undir
heitinu „Kynspilling og varnir gegn henni“ og birti í málgagni
þjóðernissinna, Islenskri endurreisn.bb Efnislega kemur fátt nýtt
fram í málflutningi Eiðs, en hann virðist hafa sótt til svipaðra
hugmynda og íslenskir mannkynbótasinnar áratugina tvo á und-
an. Nokkru áður en grein Eiðs birtist hafði hann farið þess á leit
við útvarpsráð að fá að flytja erindi um þetta efni í útvarpi. Ut-
varpsráð hafnaði þeirri beiðni. Ástæðan virðist meðal annars hafa
verið sú að ráðið dró í efa ýmsar fullyrðingar Eiðs um mannkyn-
bótastefnuna, t.d. um arfborna úrkynjun sem meginskýringu á
hnignun fornra menningarþjóða. Eiði þótti höfnunin bera vott
um mikla fáfræði og sagði forkastanlegt að meirihluti ráðsins
vefengdi gildi mannkynbótastefnunnar fyrir nútímann. „Jeg hjelt
nefnilega engu öðru fram, en viðurkenndum staðreyndum, sem
allir sjerfræðingar hafa fyrir löngu komið sjer saman um, að sjeu
61 Um sögu og hugmyndafræði íslenskra nasista, sjá grein Ásgeirs Guðmunds-
sonar: „Nazismi á íslandi", Saga (1976), 5-68.
62 Islensk endurreisn, 18. maí 1933, 1.
63 Ásgeir Guðmundsson: „Nazismi á Islandi“, 13.
64 Guðmundur Hannesson: „Eiður S. Kvaran", 222-23.
65 Mjölnir, 1.-2. tbl. 1937, 1-3.
66 íslensk endurreisn, 14. nóv. 1933, 2-3,17. nóv. 1933, 2-3, 28. nóv. 1933, 2.