Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 35
SKÍRNIR
MEÐRAUÐANSKÚF
305
sem Jónas hefur sent henni frá Sore í apríl 1844, með leshættinum
grxnan skúf), er eðlilegt að gera ráð fyrir að Hólmfríður hafi sýnt
Kristrúnu þetta handrit (eða sent henni afrit af því), og það myndi skýra
það að Kristrún þekkti textagerðina með græna skúfnum.
Kristrún var mjög hrifin af skáldskap Jónasar (hennar eigin kvæði
eru stundum undir áhrifum frá honum)62 og mat hennar á skáldgáfu hans
í „Ætlið þið ekki“ hittir beint í mark („lýsingarafl og andans fylli / ein-
kenni þinnar sálar var“).63 En hlýjar tilfinningar hennar til Jónasar (eins
og þær koma fram í „Ætlið þið ekki“) eru ekki líklegar til að vera
sprottnar af þekkingu á skáldskap hans einni saman; þau höfðu nær ör-
ugglega einhver persónuleg samskipti. Ef þau hittust ekki í æsku, þar
sem ekki var langt á milli heimila þeirra í Eyjafirði, hefur Jónas næstum
örugglega kynnst Kristrúnu sumarið 1839, þegar hann dvaldi tvær nætur
(14.-15. og 17.-18. júlí) að Grenjaðarstað, þar sem Jón Jónsson faðir
hennar, var prestur (sjá 3E317, 344-48, 521-22). Kristrún giftist séra
Hallgrími Jónssyni 3. október 1840 og fluttist með honum að Hólmum í
Reyðarfirði.64 Tveim árum seinna, árið 1842, gisti Jónas hjá þeim að
Hólmum aðfaranótt 14. október er hann var í rannsóknarferð sinni um
Austurland (sjá 2E516-17).
Sverrir Hólmarsson þýddi
62 Tólf erinda-gerðin af „Ætlið þið ekki“ virðist innihalda bergmál frá bæði „Al-
heimsvíðáttunni" og „Séra Tómasi Sæmundssyni". Og það er eitthvað ein-
kennilega kunnuglegt við fyrstu línuna í öðru kvæði eftir Kristrúnu í Lbs.
4732 4to: „Skín yfir landi sól á sælum degi.“
63 Þessar línur koma fyrir í sjötta erindi lengri gerðar kvæðisins í Lbs. 4732 4to.
64 Sennilegt er að það séu Hólmar sem nefndir eru fagureyjar í næstsíðasta erindi
Kristrúnar. Hólmar draga nafn af klasa af fimm smáeyjum, grasi grónum og
morandi af æðarfugli og lunda. Séra Hallgrímur lýsir þeim í sóknarlýsingu
sinni (sjá Hallgrímur Jónsson, „Lýsing Hólmasóknar í Reyðarfirði 1843“,
Austurland: Safn austfirskra frœða, I. Ritstjórar Halldór Stefánsson og Þor-
steinn M. Jónsson (Akureyri: Sögusjóður Austfirðinga, 1947), bls. 125-26.
Jónas tekur lýsingu Hallgríms á þessum eyjum nær orðrétt upp í kafla sínum
„Eyjar og sker í Múlaþingi" (sem er einn þeirra fáu hluta „Islandslýsingar“
hans sem hann lauk við (sjá 3E188)). Tvö önnur atriði í kvæði Kristrúnar er
vert að ræða. (1) Er sá „Gellir" sem hún nefnir í öðru erindi nágranni hennar,
Gellir Árnason á Steinaborg á Berufjarðarströnd? (Sjá Handritasafn Lands-
bókasafnsins, IV. aukabindi (Reykjavík: Landsbókasafn Islands - Háskóla-
bókasafn, 1996, bls. 275 (atriði 1264)).) (2) Vangaveltur hennar (í sjötta erindi í
seinni gerðinni af tveimur af kvæði hennar í Lbs. 4732 4to) um það hvort
Jónas hafi staðið að íslensku þýðingunni á Betragtninger over de Christelige
Troeslærdomme eftir J. P. Mynster („Hvör íslenzkaði’ hann Mynster minn /
Mér finnst það vera stíllinn þinn“) gefa til kynna að hún hafi enn ekki lesið
níunda hefti Fjölnis (1847), þar sem greint er frá hlutdeild Jónasar í þessari
þýðingu: „Þriðjungur af íslenzkun Mynsters Hugleiðinga" (9F6).