Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 144
414
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Ingimar Sveinssyni, fv. skólastjóra (f. 1927) í bréfi til greinarhöf-
undar 15. mars 1997 ásamt ljósriti af gögnum frá Ungmennafélag-
inu Neista. Munnlegar heimildir frá Birgi Thorlacius fv. ráðuneyt-
isstjóra (f. 1913).
39. Höfn í Hornafirði (11 [1901], 69 [1910]). Af fundargerðum Mál-
fundafélags Hornfirðinga sést að það hafi staðið fyrir sýningu á
Maurapúkanum eftir Gunnlaug Einar Gunnlaugsson í kirkjukjall-
aranum við Laxárbakka 1913. Árið eftir var ungmennafélagið Máni
stofnað og tók þá yfir leikstarfsemina og sýndi Vesturfarana 1914,
skopleikinn Frœnku Charleys (Falska fnenkan) eftir Brandon
Thomas 1915 og 1916 svo og leikinn Fastur í ístaðinu eftir heima-
mann, Hjalta bónda Jónsson, árið 1917. Upplýsingar frá Arnþóri
Gunnarssyni sagnfræðingi í bréfi til greinarhöfundar 21. mars 1997
og vísað m.a. í dagbækur Hjalta Jónssonar í Hoffelli, sbr. rit Arn-
þórs Saga Hafnar í Hornafirði (1997), 319-20. I Þó hver einn
megni smátt (1994) eftir Gísla Sverri Árnason er ljósmynd af leik-
urum í Lóni 1917.
40. Vík í Mýrdal (86 [1901], 132 [1910], 273 [1920]). Samkvæmt
munnlegri frásögn hófust leiksýningar í Vík um 1917-18. Upplýs-
ingar frá Brynjólfi Jónssyni skipstjóra (f. 1899), sem tók þátt í leik-
sýningum 1917.
41. Vestmannaeyjar (314, 344, 768, 2426). Fyrsta formlega leiksýning-
in er talin hafa átt sér stað skömmu upp úr 1860 (Narfi). Síðan
kom hlé fram til ársins 1889, þegar Hrólfur var sýndur, þá Narfi
aftur og önnur íslensk verk, Skugga-Sveinn, Utsvarið eftir Þor-
stein Egilson og Holberg-staðfærslan Vefarinn með tólfkóngaviti.
Sjá Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja I (1946), 168-76.
42. Stokkseyri (115 [1901], 680 [1910], 732 [1929]). Ekki er fyllilega
ljóst hvenær leiksýningar hófust á Stokkseyri, líklega vegna þess að
staðið var sameiginlega að sýningum þar og í nágrannakauptúninu
Eyrarbakka. Sennilegt er þó að fjögur leikrit eftir Bjarna Pálsson
(a.m.k. eitt þeirra með lögum eða lagi eftir Bjarna, sem var nýmæli)
hafi verið sýnd á Stokkseyri á níunda áratugnum (1885-87). Sjá
Guðni Jónsson: Stokkseyringa saga II (1961), 157.
43. Eyrarbakki (596, 758, 737, 837). Fyrsta leiksýning sem vitað er um
var Narfi 1880-81. Leikrit Bjarna Pálssonar munu hafa verið sýnd
þarna nokkrum árum síðar, og eitt þeirra aftur 1898. Um það leyti
blómgast starfsemin og eru sýnd á Eyrarbakka um aldamótin
íslensk leikrit sem óvíða voru sýnd annars staðar. Sjá Vigfús Guð-
mundsson: Saga Eyrarbakka II (1947), 278; Jón Pálsson: Austan-
tórur II, 118-19, III, 94; Lárus Sigurbjörnsson: „Islensk leikrit
1645-1946“, Árbók Landsbókasafns (1954), 81; Vísir 1. febrúar
1915.