Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 248
518
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
ferð fyrir höndum. Dyrnar þröngu liggja inni í landi, á eyjunni miðri,
hún er „fáum kunn“ (9) og „þangað berast engin bréf“ (50). Ferðin er
einmitt „pílagrímsför“ innávið, kannski inn í dulvitað rými (innra með
Þórunni) þar sem leyndar (kvaldar!) þrár og óskir takast á við viðhorf,
hegðun og ekki síst kyngervi sem hún hefur fengið í arf. Þórunn segir
sjálf frá í könnunarleiðangri sínum um lendur þrárinnar og leit að ást-
inni, eða hugsanlegri merkingu hennar.
Þórunn er greinilega eina „raunverulega" persónan í sögunni, skýr
andstæða við ímyndaðar fígúrur, rými og hluti sem verða á vegi hennar.
Lesandi fær að vita fullt nafn hennar, þjóðerni, fæðingarstað og -ár og
dag (Reykjavík: 14. apríl 1963), að hún er gift, á ellefu ára gamla dóttur,
er einn og áttatíu á hæð, notar skó númer fjörtíu og meira segja að hún
stendur skil á sköttunum sínum. Annað fólk í sögunni (fyrir utan eigin-
mann Þórunnar sem við hittum aldrei) fylgir hins vegar lögmálum
fantasíu og drauma. Eins og við mátti búast verður Þórunn hálfgildings
fangi í óskalandi sínu með svipuðum hætti og Lísa í Undralandi og
Dórótea í Galdrakarlinum í Oz og lendir líkt og þær í ýmsum ævintýr-
um og flækjum.96 Til að komast gegnum Dyrnar þröngu, eða innum þær
og út aftur, þarf hún að finna „lykil“ að þeim. Ódysseifsför Þórunnar og
„framför“ endurspeglast í heitum á meginköflum bókarinnar: „Uthafs-
þrá“; „Glötuð tækifæri"; „Höllin"; „Biðtími“; „Frá ást til auðmýktar";
og „Heim“. Flest ævintýri enda vel og Þórunn finnur á endanum útleið,
„er liggur til lífsins“ (og ástarinnar?) en ef til vill má lesa lykil að Dyrun-
um þröngu í nokkurs konar eftirmála á síðustu blaðsíðu bókarinnar en
að honum verður vikið í lok þessarar greinar.
Persónur eru allar tvívíðar, með „skrítin" nöfn og hegðun þeirra er
undarleg og tilsvör sömuleiðis. Þá eru ýmsir „dauðir" hlutir persónu-
gerðir og taka til máls en staðarnöfn eru kynleg og oftar en ekki „tilfinn-
ingaþrungin". Meira að segja sápustykki geta verið varhugaverð og eitt
slíkt ávarpar Þórunni í baði, hvetur hana til sjálfsfróunar og fer „nær-
göngula leið fram hjá kynfærunum" (176)! Það þarf svo sem ekki að
koma á óvart að Dyrnar þröngu eru eins konar óskaland óhefts kynlífs
(kyngervis) og þrár (ólíkt Islandi „þar sem við höfum ekki enn skilgreint
þarfir og þrár manneskjunnar jafn vel“, segir Þórunn (33)). För Þórunnar
um stræti og blindgötur borgarinnar, þar sem losti og freistingar leynast
í hverju skoti, er lýst í litríkri og ólíkindalegri frásögn. Þessi skoðunar-
ferð verður eins konar rannsókn á (ófullnægðri/ófullnægjanlegri) þrá,
96 Dórótea gæti allt eins heitið Þórunn upp á íslensku; móðir hennar kallar hana
Tótu en hundur Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz heitir Tótó.