Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 170
440
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR
SKÍRNIR
inga til dæmis um þessi efni í grein sem birtist í Andvara árið
1924 undir yfirskriftinni „Norræna kynið". Guðmundur taldi að
Islendingar ættu að kynna sér kenningar um norræna kynþáttinn
því þeir væru sjálfir mestmegnis af því kyni. Með því að þekkja
eiginleika kynþáttarins myndu þeir læra að þekkja eigið eðli.51
Umræða arfbótasinna um þá úrkynjunarhættu sem norður-
evrópska eða norræna kynþættinum stafaði af fólki af öðrum
kynþáttum höfðu víða töluverð áhrif á viðhorf fólks til innflytj-
enda. Bandarískir arfbótasinnar kröfðust þess til dæmis að ríkis-
valdið takmarkaði aðgang innflytjenda af „óæðri kynþáttum“ inn
í landið og varð þeim nokkuð ágengt.52 A þriðja áratugnum var
þarlend innflytjendalöggjöf hert til muna með takmörkunum á
innflutningi fólks frá Asíu og Suður- og Austur-Evrópu. Lögin
mismunuðu fólki eftir þjóðerni, á grundvelli fyrrnefndrar kyn-
þátta- og kynbótastefnu, því innflytjendur frá Norður-Evrópu
áttu mun greiðari aðgang inn í landið en fólk frá öðrum
heimshlutum.53 Bandaríkin urðu mannkynbótasinnum víða um
lönd fyrirmynd í þessum efnum.54 Elér á landi lofaði Guðmundur
Hannesson bandaríska löggjöf fyrir að hindra að allskonar
„óþjóðalýður" flyttist inn í landið og spillti kyni þjóðarinnar.
„Það er engin smáræðis hætta, sem stafar af innflutningi ruslara-
lýðs“, skrifaði hann.55 Guðmundur aðhylltist mannkynbóta-
stefnuna en skrifaði ekki sérstakar greinar um hana. Hins vegar
var hann mikill áhugamaður um mannfræði og kenningar hennar
um kynþætti.56 I lofsamlegum ritdómi í Læknablabinu árið 1925,
um rit þýska fræðimannsins Hans F. K. Gunther um „kyn-
flokka“ í Evrópu og „þýðingu þeirra fyrir allt þjóðlíf“ fyrr og nú,
sagði Guðmundur meðal annars:
Þessi bók gefur og góða hugmynd um „norrænu hreyfinguna“, sem nú
fer víða um lönd, en hún byggist á því, að norræna kynið sé sannnefnt
51 Guðmundur Hannesson: „Norræna kynið“, 141 og „Islendingar mældir", 80-
83.
52 Kevles: In the Name of Eugenics, 74-76; Miles: Racism, 36.
53 Goldberg: Racist Culture, 55.
54 The Wellborn Science, 134.
55 Guðmundur Hannesson: „Islendingar mældir", 75.
56 Lœknablaðið, 9. tbl. (sept.-okt.) 1925, 156-59, og 12. tbl. 1926,179-81.