Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 214
484
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
kynþætti og kyngervum. Tvíbendnin (ambivalence),20 eða bilið, á milli
hinnar fullkomnu ímyndar gagnkynhneigðar og normsins kemur í ljós:
Gagnkynhneigð hlýtur, eins og samkynhneigð og önnur hugtök, að vera
óstöðug og þarf í sífellu að styrkja sjálfa sig með því að endurtaka (ófull-
komnar) eftirlíkingar/stælingar af hinni fullkomnu fyrirmynd sinni.
Butler leitar, eins og Derrida, fanga í „talathafnarkenningu" J. L.
Austin og J. R. Searle en í henni er tungumálið skoðað sem gjörningar í
félagslegu samhengi. „Talathöfn" fer fram þegar eitthvað er gert með því
að tala; „gjörningsþáttur" (the performative) er „sá félagslegi gjörningur
sem felst í því sem sagt er“.21 Kyngervi einstaklings verður til í tungu-
málinu en er ekki náttúruleg og eðlisbundin staðreynd. Um er að ræða
hugtak sem í sjálfu sér er gjörningur sem verður til í gjörðinni sjálfri og
framleiðir þar með það sem átti að búa í því sjálfu, í „eðlinu“. Jón Yngvi
Jóhannsson styðst við gjörningskenningu Butlers í nýlegri greiningu
sinni á þremur karlasögum í Skírni. Hann grípur til orðsins „gervi“ um
„sjálfsmynd okkar og kynferði“ og bendir á að orðið þýði ekki einungis
„það sem er óekta“ heldur búi í uppruna orðsins merkingin „búningur
eða gerð einhvers fyrirbæris eða veru“.22 Þennan búning, kynferði (kyn-
gervi) okkar og sjálfsmynd, segir Jón Yngvi okkur bera og skapa „í
sífellu með athöfnum og gjörningum“ (229). Rétt er að taka fram, eins og
Butler gerir í Kynusla og áréttar í Efni(s)legum líkömum, og Jón Yngvi
tiltekur, að bak við gjörninginn er enginn „gerandi"; þ.e. ekkert heil-
steypt sjálf sem er til á undan gjörðinni. Tjáningin sjálf skapar kyngervis-
ímyndina sem er ekki til staðar á undan tjáningunni.23 Kyngervi eru því
ekki sköpuð að vild; maður bregður sér ekki í þau eins og föt eða bún-
ing. Slíkt væri einföldun og smættun á tilurð kyngervis. Þessi mislestur
hefur þó komið upp í sambandi við Kyngervisusla og hefur sú útgáfa af
kenningunni bæði verið gagnrýnd og misnotuð. Ef til vill er þessi mis-
skilningur til kominn vegna þess að Butler tekur m.a. klæðskipti og drag
sem dæmi um eftirlíkingar eða stælingar á gagnkynhneigðum kyn-
20 Notkun Butlers á þessu „hugtaki“ tengist sterkt skilafresti (différance)
Derrida, en í því felst að merking færist stöðugt undan, að táknmynd vísi ekki
á táknmið „sitt“ heldur aðeins á aðra táknmynd og svo koll af kolli. Sjá skil-
greiningu Páls Skúlasonar á skilafresti í Tímariti Máls og menningar, 55/2
(1994), bls. 69-72.
21 Sjá skilgreiningar á „talathafnarkenningu“ og „talathöfn“ í „Hugtakaforða í
bókmenntafræði samtímans", Háskóli Islands, tilraunaútgáfa 1996, bls. 90.
22 „Að loknu gullæði: Um þrjár íslenskar karlasögur“, Skírnir, 171 (vor 1997),
bls. 228.
23 Gender Trouble, bls. 25-26.