Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 230
500
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
og Z þegar hún þarf að ákveða hvort hún viðurkenni opinberlega ást sína
á annarri konu og yfirgefi sambýlismann sinn, Hrafn. Það val kostar
hana fordæmingu vina, vandamanna og í raun þjóðfélagsins alls. Bræður
hennar reyna að fá hana til að átta sig og snúa við henni baki þegar það
bregst. Z spyr sjálfa sig af því tilefni: ,,[H]vað er svona andstyggilegt við
það þótt ástir manns beinist í aðrar áttir en þær eiga að gera, hvað er
svona ömurlegt við það að elska einhvern af sama kyni?“ (260). Er hægt
að hugsa sér að skipta Z út og setja karlmanninn S í staðinn þannig að
ástarsagan haldist óbreytt? Svarið er augljóst: Nei. Það að Z skuli velja
Onnu en hafna Hrafni brýtur gjörsamlega í bága við fyrirskipaða gagn-
kynhneigð; hvernig Z á að vera og haga sér. Z á um það að velja að vera
kona með Hrafni eða að hætta að vera kona; hætta að „leika“ kynhlut-
verkið „kona“.63 Þetta skilur Hrafn mæta vel. Hann minnir Z á að hún
„sé engin lesbía“ heldur „kona“, að „hann hafi sannreynt það“ (261 ).64 I
þessu ákalli, svo og hvatningu bræðranna, má sjá ítrekunarkerfið, sem
Butler talar um, fara í gang; Z hefur truflað hina gagnkynhneigðu form-
gerð með því að fara út fyrir sitt kynhlutverk og það ríður á að hóa hana
inn í hópinn aftur - eða útiloka hana ella.
Hvað er ástarsaga? Hvað merkir orðið í titlinum Z; Astarsaga? Hvaða
merkingu hefur það þegar virtur rithöfundur eyrnamerkir sögu sína
afþreyingarbókmenntum? Er hægt að líta á Astarsöguna öðruvísi en sem
írónískan undirtitil? „Astarsögu" í gæsalöppum; vegna þess að ástarsögur
eru „ómerkileg“ bókmenntagrein sem samrýmist ekki „fagurbókmennt-
um“; en líka vegna þess að ástin sem segir frá er ekki „venjuleg ást“. (Það
er reyndar ljóst af Hugtökum og heitum í bókmenntafrxði að Z fellur alls
ekki undir skilgreiningu á „ástarsögunni“ hverrar efnisþráður er „iðulega
ofinn úr vandkvæðum tveggja einstaklinga af gagnstxðu kyni“bi (letur-
63 Franska fræðikonan Monique Wittig heldur því fram að „lesbía“ sé ekki
„kona“. Sjá t.d. greinina „One Is Not Born a Woman“, í The Lesbian and Gay
Studies Reader. Á bls. 108 segir Wittig lesbíuna ekki vera konu, „hvorki efna-
hagslega né pólitískt né hugmyndafræðilega. Því það sem gerir konuna að
konu eru sérstök félagstengsl hennar við karlmanninn, tengsl sem ég hef [...]
kallað ánauð [...]“.
64 I Efni(s)legum líkömum bendir Butler á að í hómófóbískri umræðu sé lesbísk
þrá afleiðing misheppnaðrar gagnkynhneigðar: Lesbía sé kona sem hafi lent í
slæmri reynslu með karlmanni eða ekki enn hitt þann rétta. „Gagnkynhneigð
þrá er alltaf sönn en lesbísk þrá alltaf og aðeins gríma og ætíð fölsk.“ Sjá bls.
127.
65 Hugtök og heiti í bókmenntafrœði, Reykjavík: Mál og menning, 1983, bls. 22.
Þessi úrelta (?) skilgreining er lýsandi dæmi um ósýnileika og ósegjanleika
samkynhneigðra ásta.