Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 37
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
Ágrip af kristnum
hj ónabandsskilningi
Inngangur
hjónabandið OG FJÖLSKYLDAN á Vesturlöndum virðast stödd á
krossgötum. Sífellt fleiri einstaklingar kjósa eða verða að lifa við
önnur sambúðarform en tíðkast hafa til þessa: búa sem einstæðir
foreldrar, barnlaus pör eða einir. Skilnaðir verða sífellt tíðari og
kjarnafjölskyldan á í vök að verjast.1 Þegar svo er komið að
hjónabandið, ein af meginstofnunum samfélagsins, stendur höll-
um fæti, óttast menn um stöðugleika samfélagsins í heild. Þá
verður sú krafa æ háværari að kirkja og kristni standi vörð um
forn gildi og gefi skýr svör varðandi hjónaband og samlíf. I ljósi
þessarar kröfu er athyglisvert að huga að því hver þessi fornu
gildi eru og hvað evangelísk-lúthersk kirkja kennir um hjóna-
bandið.
Til eru ógrynni af ritum og rannsóknum um hjónabandið, og
innan guðfræðinnar er varla til sá siðfræðingur sem ekki hefur
ritað eina eða fleiri greinar, eða jafnvel bækur, um efnið. Athugun
mín er miðuð við íslenskt samfélag og þann veruleika sem hér er
að finna. Á íslandi ganga flestir í hjónaband í kirkju. Ef við hug-
um að þeirri athöfn, þá hefst hún með því að sunginn er sálmur,
að honum loknum flytur presturinn prédikun um hjónabandið,
les ritningarorð og spyr síðan brúðhjónin um einlægan ásetning
þeirra að ganga að eiga hvort annað. Að því loknu staðfesta brúð-
1 Martin Honecker: Grundrifi der Sozialethik, Walter de Gruyter, Berlín 1995,
180-88; Horst Georg Pöhlmann: „Ehe und Sexualitát im Strukturwandel
unserer Zeit“, Kerygma und Dogma, 30. árg., Vandenhoeck & Ruprecht,
Göttingen 1984, 176-99; Sigrún Júlíusdóttir: „Ólíkar fjölskyldugerðir", Staða
heimilis ogfjölskyldu í íslensku þjóðlífi, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 1993, 24-
38.
Skírnir, 172. ár (haust 1998)