Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 255
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
525
öðlist, eða taki sér öllu heldur, „súbjektívan kraft“: Hún skilur Ágúst
eftir dauðan, tekur rauða mótorhjólið hans, eitt helsta karlmennskutákn
aldarinnar, traustataki og finnur, líkt og Dórótea í Galdrakarlinum í Oz,
„gullnu steinlögðu götuna“ sína, en það er „breiðstræti" sem heitir
„Leiðin burt úr Dyrunum þröngu“ (198).
En áður en Þórunn Björnsdóttir getur yfirgefið Dyrnar þröngu þarf
að leysa hana út - með gjöf. Merking gjafarinnar er ef til vill einn af
lyklunum að Dyrunum þröngu. Þar sem Þórunn situr klofvega á rauða
mótorhjólinu og ræsir „ástsjúku bensínvélina" heyrir hún aðvífandi fóta-
tak „lasinna háhælaskóa" (199). Það reynast vera vonbiðlarnir tveir,
Sonja Lísa Hrís, ógreidd í bleikum náttkjól, og Ágúst upprisinn í drag.
Þórunn, yfirvegaðri og ákveðnari en áður, bíður „óttalaus“ eftir Sonju
Lísu105 og þiggur úr hendi hennar orðalausa „gjöf“: Hvítar nærbuxur.
Fröken Hrís faðmar og kyssir Þórunni „stelpulega“ á kinn og hverfur á
braut. Aftur á móti, þegar Ágúst nálgast, á grænu háhælaskónum með
„drengjalegar lappir í stuttu pilsi“, gefur Þórunn hjólinu inn og lítur eftir
„veginum langa sem endaði ekki fyrr en komið var út fyrir borgina og
endaði jafnframt ekki þar“ (199). Svo þýtur hún af stað, með kraftinn
milli fótanna, út og aftur til raun(a)tíðar: Þórunn er ekki lengur leik-
soppur kringumstæðna heldur gerandi, gefandi og (sí)verðandi sjálfsvera.
Það kann að virðast að val Þórunnar á bólfélaga skipti höfuðmáli í
sögunni, hvort hún kjósi karlinn, Ágúst, eða konuna, Sonju Lísu Hrís.
Sumir gætu freistast til að túlka „lokasenuna", sem lýst er í málsgreininni
hér að ofan, þannig að Þórunn velji á endanum konuna en hafni karlin-
um. Þetta er að vissu marki rétt en það sem skiptir máli er að Þórunn
snýr baki við þeim aðila sem reynir að skilgreina hana og þvinga en
bíður eftir og velur þann/þá sem gefur henni gjöf sem krefst ekki
endurgjalds.106 Valið er því að forminu til óháð kynferði, og/eða kyn-
gervi, en miðast fremur við gjafmildi í víðri merkingu. „Lesbísk" túlkun
á verkinu er ennfremur afbyggð (og jafnframt staðfest) á síðustu blað-
síðu bókarinnar, í „eftirmála" sem gerist utan við frásagnarrými skáld-
105 Kannski er sjálf Lísa í Undralandi lifandi komin til að aðstoða þjáningarsyst-
ur sína!
106 Derrida hefur bent á að til að geta staðið undir nafni verður „gjöf“ að vera
ósögð, þ.e. gjöf sem krefst ekki (endur)gjalds, skipta. Hrein gjöf er því strangt
til tekið ómöguleg, ósegjanleg. Le don: ómöguleg gjöf sem sér ei til gjalda.
Gjöfina, hvítu nærbuxurnar, mætti túlka þannig að Sonja Lísa Hrís sé tilbúin
að elska Þórunni endurgjaldslaust og veiti henni með gjöfinni táknrænt
(ferða)frelsi yfir eigin kynfærum, kynferði og kyngervi.