Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 238
508
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
í sundrun og dauðann en hvorttveggja er stefnt mjög ákveðið gegn gagn-
kynhneigðri, kristinni siðfræði (sem Nietszche kallaði nihilisma). Kenn-
arinn hefur verið „langt fram eftir ævi [...] manna sómakærastur og ekki
þolað blett á lífi [sínu]“ (23). En eftir að hafa „fundið“ sjóarann lifir hann
„að mestu fyrir þennan blett sem hefur líklega verið fæðingarblettur”
(23).80 Hann hafði ætlað sér, „líkt og maður sem er alinn upp í mátulega
strangri lúterstrú og trúr hugmyndum hennar, að ganga frá lífinu jafn
hreinu, flekklausu og nöktu og þegar [hann] fæddist til þess í heiminn.
Núna [hefur hann] ákveðið að ganga af því dauðu vegna annars konar
trúar“ (23). Samkynhneigð er hrein neikvæðni í augum samfélagsins og
kennarinn tekur þessa neikvæðni á sig og gerir að sinni.
Samkynhneigð, eða ástin sem lætur „eðlið ráða en ekki reglur samfé-
lagsins" (190), ógnar fjölskyldunni sem er þó „að mestu úr sögunni og
hefur gengið sér til húðar hjálparlaust“ (190). Kennarinn er búinn að fá
nóg af „fúkkuðum reglum". Hann telur sig hafa gegnt sínum skyldum
og segist vera „farinn; [...] frjáls en hræddur“ (191).81 Hjónabandið, sjálf
„undirstaða samfélagsins", er afbyggt á mjög bókstaflegan hátt í sögu
gömlu konunnar, leigusala kennarans, um piltinn sem býr „brotakennd-
um búskap": Hann og eiginkona hans eru skilin að borði og sæng en eiga
þó „heimili“ sem púslað hefur verið saman upp „á íslenskan máta; allt er
komið í hnút en það er á sínum stað“ (10). Þetta sundurtekna heimili
hefur baðherbergi í einu hverfi, eldhús í öðru, svefnherbergi í því þriðja,
gang í því fjórða, o.s.frv. Þannig búa þau „saman“ án þess að hittast
nema kannski í miðbænum, „með hjörtun á ganginum sem liggur ekki að
neinu herbergi" (11). Þessi grátbroslega mynd af sundruðu heimili end-
urspeglar ástandið í hjónabandi kennarans sjálfs. Það hjarir að forminu
til en hjarta kennarans býr í kjallarakompunni.82
„Eðlið“ og „kjallarinn“ eru þekkt stef úr höfundarverki Guðbergs
Bergssonar. Og þau eru nátengd: Það er í rökkvuðum heimi kjallarans, í
hellinum eða djúpinu,83 sem kúgað og kvalið (ó)eðlið leitar útrásar und-
80 Þessi skömm samkynhneigðar er táknuð með rauðum bletti, steinvölu eða
marki og birtist í textanum hér og þar. Sbr. rauða „markið“ Z.
81 Lesandi kemst hins vegar ekki hjá því við lestur bókarinnar að sjá að þetta er
fleipur því kennarinn þorir ekki að vera fullkomlega frjáls og koma út úr
skápnum.
82 Þetta minnir á ástandið í hjónabandinu í Hjartað býr enn í helli st'num, en þar
er „maðurinn“ fluttur að heiman og býr í forstofuherbergjum en fær ekki að
koma lengra en inn á gang hjá fyrrverandi eiginkonu sinni. Hjartað kallast á
við Þá kvöldu ást.
83 Hellirinn og djúpið eru alfarið utan mannlegs samfélags en kjallarinn á mörk-
um þess og því nokkurs konar millistig á leiðinni upp á yfirborðið.