Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 88
358
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Mikilvægi hins ytra er rauður þráður í Laxdælu en einkum í
lýsingu Laxdæla sjálfra. Frá fæðingu er gónt á afkomanda Unnar,
Ólaf pá: „sýndisk [Höskuldi] sem pðrum, at hann þóttisk eigi sét
hafa vænna barn né stórmannligra. [...] Brátt sér þat á Óláfi, er
hann óx upp, at hann myndi verða mikit afbragð annarra manna
fyrir vænleiks sakir ok kurteisi“ (27-28). Ólafur ber yfirburði
utan á sér. Hástigið er notað, hann er afbragð og það sést. Útlit
hans, framkoma og sú kurteisi sem felst í þessu tvennu er það sem
skiptir máli.
Ólafur er nefndur eftir skrauti sínu og ber viðurnefnið pá.
ítrekað er dvalið við búning hans. Þegar hann kemur á fund Mýr-
kjartans Irakonungs er hann
í brynju ok hafði hjálm á hgfði gullroðinn; hann var gyrðr sverði, ok
váru gullrekin hjgltin; hann hafði krókaspjót í hendi hpggtekit ok allgóð
mál í; rauðan skjpld hafði hann fyrir sér, ok var dregit á leó með gulli.
(55)
Síðar fer hann á þing í svipaðri múnderingu (64). Það er ekki kyn
að horft sé á hann: „þótti mpnnum þat mikit orendi ór pðrum
sveitum, at undrask, hversu hann var ágætliga skapaðr; þar eptir
helt Óláfr sik at vápnabúnaði ok klæðum; var hann því auð-
kenndr frá pllum mpnnum“ (38-39). Síðar komast írsk augu að
sömu niðurstöðu (56) og á alþingi er sama uppi á teningnum:
„Allir menn hpfðu á máli, er Óláf sá, hversu fríðr maðr hann var
ok fyrirmannligr; hann var vel búinn at vápnum ok klæðum“
(62). Yfirburðir Ólafs eru áskapaðir og þar með náttúrulegir og
eðlilegir. Honum er líkt við fyrirmenn, konunga og jarla og augu
allra beinast að honum. Um Þorgerði, konu hans, er aftur á móti
látið nægja að hún sé „stórmannlig" (65).
Mönnum verður einnig starsýnt á son þeirra, Kjartan, þegar
hann kemur að utan:
tekr hann nú upp skarlatsklæði sín, þau er Óláfr konungr gaf honum at
skilnaði, ok bjó sik við skart; hann gyrði sik með sverðinu konungsnaut;
hann hafði á hpfði hjálm gullroðinn ok skjpld á hlið rauðan, ok dreginn á
með gulli krossinn helgi; hann hafði í hendi spjót, ok gullrekinn falrinn
á. (134-35)