Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 175
SKÍRNIR „KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM" 445
inu, en af því getur sprottið hið mesta vandræðafólk. Vafasamt er og,
hvort jafnvel hið bezta uppeldi megni nokkurs til þess að breyta upplag-
inu, ef það er af lakara tægi. [...] En hvað upp af þessu „ástandi" kann að
spretta fyrir þjóð vora og kynstofn á komandi tímum, óar mér við að
hugsa um. Getur verið, að sumt gott og jafnvel ágætt spretti upp af því
sambýli, en þó stuggar mér meir við þeim „óaldarlýð", sem af því kann
að spretta, ef faðerni og móðerni er hvorttveggja jafn-bágborið.73
Sambönd íslenskra kvenna og erlendra hermanna voru þannig
skilgreind sem siðleysi, en eins og áður er getið töldu mannkyn-
bótasinnar að lauslæti og annað siðleysi stafaði af slæmum arfber-
um. Því var ályktað að börn íslenskra kvenna og hermanna
myndu erfa siðferðisbresti foreldra sinna.
Töluvert var fjallað um samskipti hersins og íslenskra kvenna
í dagblöðum á hernámsárunum, einkum á tímabilinu 1940-1942.
Einn þeirra mörgu er tjáðu sig um þessi efni var Jónas Jónsson frá
Hriflu. I grein um „ástandið“ í Tímanum árið 1941 sótti hann
rök sín meðal annars í smiðju mannkynbótasinna: „[ÓJlíklegt er
að það þyki viðunandi, að unglingstúlkur frá 12 ára aldri ávinni
sér heiti vændiskonunnar, nokkra háskalegustu sjúkdóma, sem til
eru, eyðileggi framtíð sína og tryggi afkomendum sínum erfða-
sjúkdóm og úrkynjun.“74 Umfjöllun í dagblöðum um „ástandið"
var einnig þrungin þjóðerniskennd og siðferðisboðskap. Vildu
margir að stjórnvöld gripu í taumana og hindruðu samskipti
hersins og innlendra kvenna með einhverjum ráðum. Benedikt
Tómasson læknir var einn þeirra manna sem ríkisstjórnin skipaði
í nefnd sem falið var að kanna samskipti íslenskra kvenna og
setuliðsins. í blaðagrein í Tímanum ræddi hann sérstaklega um
þann skaða sem íslenskt þjóðerni yrði fyrir af samböndum ís-
lenskra kvenna og setuliðsmanna:
Sú hætta, sem nú vofir yfir okkur sakir alls þessa, er, að þjóðin blandist
hinum brezku gestum óafvitandi, að íslenzkar konur kjósi þá fremur en
íslenzka karla, annað hvort um stundarsakir eða fyrir fullt og allt, að hin
uppvaxandi kynslóð læri að meira eða minna leyti tungu þeirra og siði,
73 Ágúst H. Bjarnason: Vandamál mannlegs lífs, 52-54.
74 Tíminn, 2. sept. 1941, 3.