Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 44
314
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
felur í sér bölvun“.181 ljósi þess að misvirt ást kalli oft yfir menn
óheyrilegar þjáningar er að finna margar áminningar í Gamla
testamentinu um að halda tryggð í hjónabandi.19 Frásögnin af
Davíð og Batsebu (2S 11) tekur því ekki einungis á broti Davíðs
gagnvart hjónabandi Úría, heldur kallar hann yfir sig og konuna
sekt og veldur að lokum dauða tveggja einstaklinga. I þessu sam-
hengi eru viðvaranir Orðskviðanna settar fram. Þar stendur um
þann sem er svikinn: „Því að afbrýði er karlmanns-reiði, og hann
hlífir ekki á hefndarinnar degi“ (Ok 6.34). Sá sem brýst inn í
hjónaband annars (eða annarrar) er „vitstola, sá einn gjörir slíkt
sem vill tortíma sjálfum sér“ (Ok 6.32). Hér er ekki aðeins átt við
einstaklinginn sjálfan, heldur það kvalræði sem hórdómurinn
kallar yfir alla þá sem hlut eiga að máli. Því er ítrekað í Orðskvið-
unum að „sá sem eignast konu, eignast gersemi og hlýtur náðar-
gjöf af Drottni" (Ok 18.22).
I Gamla testamentinu eru margar frásögur af farsælum hjóna-
böndum og gildi gagnkvæmar ástar, sem einstaklingar geta haft
sem fyrirmyndir, dregið fram. Þar má nefna hjónabönd Abra-
hams og Söru, svo og Jakobs og eiginkvenna hans, Leu og
Rakelar. Orð prédikarans ítreka þetta enn frekar: „Njót þú lífsins
með þeirri konu, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem
hann hefur gefið þér undir sólinni" (Pd 9.9), auk þess sem ritn-
ingin hefur jákvæða afstöðu til kynlífs, sem birtist t.d. í Ljóða-
ljóðunum (Ll 8.1-4).
Til marks um stöðu hjónabandsins í Gamla testamentinu má
að síðustu nefna að spámennirnir líkja samskiptum Guðs og
þjóðarinnar við það. Vissulega er hér í bakgrunninum mynd úr
frjósemisdýrkuninni, um hið goðummagnaða hjónaband guða á
himnum. Spámennirnir taka þessa mynd, afgoðmagna hana og
tengja við samskipti Israels og Guðs, sem leiðir þjóð sína í gegn-
um söguna. Samskiptum Guðs og Israels er hér líkt við „hjóna-
band“ sem er borið uppi af tryggð Guðs og brotið niður af
18 Karl Barth: „Koitus, ohne Koexistenz ist eine dámonische Angelegenheit",
Kirchliche Dogmatik Bd. III/4, Evangelischer Verlag A. G. Zollikon, Zúrich
1951, 148.
19 Hans Walter Wolf: Anthropologie des Alten Testaments, 256.