Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 41
SKlRNIR ÁGRIP AF KRISTNUM H]ÓNABANDSSKILNINGI
311
boðinn velkominn og það frá grunni hjartans.10 í konunni mætir
karlinn ekki einungis jafningja sínum, heldur lífsförunaut. Orða-
leikurinn í nafngjöfinni undirstrikar þetta enn frekar. Nafnið
„karlynja“ dregur fram jafna stöðu þeirra og útilokar drottnun
annars yfir hinum.* 11 Þannig er hefðbundnum feðraveldishug-
myndum í Israel ýtt til hliðar í þessari frásögu. Orðin: „Þess
vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eigin-
konu sína, svo þau verði eitt hold“ (1M 2.24 ), hafna öllum kröf-
um um drottnun eins yfir öðrum. Maðurinn er eining sem karl og
kona.12 Þessi sýn er sett í samhengi við daglegan veruleika manns-
ins, sem fallinnar veru, með því að greina í beinu framhaldi frá
syndafallinu. Fall mannsins spillir innilegasta sambandi sem hann
getur átt, hjónabandi karls og konu, sem verður nú að vettvangi
drottnunar og undirgefni. Erfiðleikar mannsins stafa því ekki af
afgerandi sekt vegna uppruna síns, eins og haldið er fram í helgi-
sögum Mesópótamíu. Brotalöm mannsins ber ekki að leita í goð-
magnaðri tvíhyggju efnis og anda, heldur í óheftum vilja hans og
þrá eftir algjörri sjálfsstjórn (Autonomie). Guð gaf manninum
frelsi er átti að nýta innan þeirra marka sem Guð setti, þ.e.a.s. í
Paradís var maðurinn skipaður yfir heiminn og dýrin en ekki yfir
náunga sinn og allra síst yfir maka sinn.
Hjónabandið sem stofnun innan fjölskyldunnar
Samkvæmt skilningi Gamla testamentisins er húsbóndinn höfuð
fjölskyldunnar, hann ber ábyrgð á og hefur vald yfir öllum fjöl-
skyldumeðlimum, eiginkonu eða eiginkonum, börnum, skyld-
mennum, vinnufólki og þrælum. Samband hjónanna er þannig
mótað af þörfum fjölskyldunnar sem heildar. Og hér liggur
10 Westermann: Genesis Kapitel 1-11, 314-15. Viðbrögð Adams eru hér því allt
annars eðlis en þau er hann leit dýrin. Með nafngjöf dýranna var maðurinn að
tryggja drottnunarvald sitt yfir þeim. Slíkt á sér ekki stað er hann sér konuna.
11 Westermann: Genesis Kapitel 1-11, 316.
12 Otto: Theologische Ethik des Alten Testaments, 63. Syndafallssögu er einnig
að finna annars staðar innan Gamla testamentisins, t.d. Esk 28.13-18, þar sem
greint er frá því þegar maðurinn er hrakinn burt frá aldingarðinum Eden
vegna óhlýðni.