Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 40
310
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
þetta er í frásögu ritningarinnar dreginn fram munurinn á sam-
starfi og drottnun.6 Þegar maðurinn gefur dýrunum nafn kemur
fram drottnunarvald hans yfir þeim, en meðal þeirra fann hann
ekki jafningja og þann sem hann gæti átt náið samfélag við. Fyrst
með sambúð karls og konu er samfélag mögulegt sem er ekki
spillt vegna drottnunar.7 8 Það að konan er sköpuð af rifbeini
karlsins getur sýnt hve náin þau eru, í því felst lýsing og skýring á
hinni eðlislægu einingu sem er á milli þeirra. Svipuð áhersla er
einnig í súmerísku ástarljóði sem í orðaleik vísar til tengsla rif-
beinsins og konunnar sem gefur lífið.s Texti Mósebókar hefur oft
verið rangtúlkaður á þann máta að það sé sköpunarvilji Guðs að
konan sé undirskipuð manninum. Þessu hafa gamlatestamentis-
fræðingar hafnað og sýnt fram á að textinn sé einmitt að mót-
mæla slíkri hugsun.9 Það kemur t.d. fram í viðbrögðum Adams er
hann mætir konu sinni; hann tekur á móti henni með gleðiópi og
upphrópuninni „Þetta!“. Hebreska orðið (z’th) sem hér kemur
við sögu táknar „gleðiákall ástar“ og að sá sem er elskaður er
6 „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir
hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (7). [...] Drottinn Guð sagði: „Eigi
er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans
hæfi“(18). Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla
fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi
þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi
vera nafn þeirra (19). Og maðurinn gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum
loftsins og öllum dýrum merkurinnar. En meðhjálp fyrir mann fann hann
enga við sitt hæfi (20). Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er
hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi (21).
Og Drottinn Guð myndaði konuna af rifinu, er hann hafði tekið úr mannin-
um, og leiddi hana til mannsins (22). Þá sagði maðurinn: „Þetta er loks bein af
mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal karlynja kallast, af því að hún
er af karlmanni tekin“ (23). Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður
sína og býr við eiginkonu sína, svo þau verði eitt hold“ (24) (1M 2.7-24).
Stuðst er við íslensku Biblíuþýðinguna frá 1981.
7 Otto: Theologische Ethik des Alten Testaments, 63.
8 Claus Westermann: Genesis Kapitel 1-11, Biblischer Kommentar Altes Testa-
ment 1/1 3. útg., Neukirchen-Vluyn 1983, 314.
9 Otto: Theologische Ethik des Alten Testaments, 63, nmgr. 24; Westermann:
Genesis Kapitel 1-11, 312-14. Til er sú skýring að Guð hafi ekki skapað kon-
una úr fótlegg mannsins, svo hann drottnaði yfir henni, eða úr höfuðbeini svo
hún drottnaði yfir honum, heldur úr rifbeini því ekkert er nær hjartanu en rif-
beinið. Þess vegna bindur hjartað karl og konu saman.