Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 9
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i TMM 2012 · 2 9 Ásamt fleirum stofnaði Eiður Íslenska þjóðernisflokkinn. Ferill hans var þó að mestu bundinn Þýskalandi og hann dó ungur, þrítugur að aldri. Skrif hans og líkamspólitík áttu þátt í að leggja fræðilegan og pólitískan átóban milli Berlínar og Reykjavíkur, en fráfall hans og síðari styrjöldin skildu brautina eftir auða í mörg ár, allt þar til Jens Ó.P. Pálsson tók upp sum þeirra viðfangsefna sem legið höfðu í dvala. Ungur læknir, Jón Steffensen (1905–1991) sem lagði stund á nám í München veturinn 1934–35, hefði getað haldið áfram starfi Eiðs. Guð- mundur Hannesson hvatti hann til að huga að mannfræði. Í bréfi dagsettu 4. maí 1936 skrifar Guðmundur: Þjer verðið að velja yður eitthvað speciale. Hugsið þjer yður þrisvar sinnum um áður en þjer gangið fram hjá anthropol. og erfðafræði … Við ættum að geta rannsakað þessar fáu íslensku hræður svo vel og vandlega að anthropologi þeirra yrði öllum þjóðum lærdómsrík fyrirmynd. Allt er þetta að vísu í bernsku og líkl. mikið af öllum rannsóknum lítilsvirði en þá er að hafa augun opin og ryðja nýjar leiðir! … Það er nú mikil mannfræðiöld í Þýskalandi en þeir hræra helst til mikilli pólitík við hana, þó heilbrigður kjarni sje í öllu þessu, að bæta þjóðina frá grunni. Hér örlar á hugmynd um sérstöðu og mikilvægi íslenska erfðamengisins sem Íslensk erfðagreining setti síðar á oddinn. Í öðru bréfi sama ár (23. júní) skrifar Guðmundur aftur: Eina verkefnið fyrir anatom hjer er eins og ég hefi sagt yður anthropologi … Farið þjer ekki burtu úr München án þess að hafa tekið kursus í mælingu á lifandi mönnum og beinum. Þjer sjáið alltaf eftir því, ef þjer látið það vera … Jeg vil líka vekja eftirtekt yðar á því að útlendingar hafa mjög í hyggju (Norðmenn o.fl.) að koma hingað til anthropol. rannsókna og öfunda okkur af því verkefni, sem hjer er. Mjer finst það ekki vanvirðulaust ef land, sem þykist hafa háskóla, getur ekki unnið þetta skyldustarf. Jón tók hvatningu Guðmundar alvarlega, ef marka má bréf þess síðar- nefnda: Bréfið gladdi mig stórum sjerstaklega vegna þess að jeg sje að þjer eruð farnir að hugsa um anthropologiuna. Það má illa ganga ef hún verður ekki yður til gagns og frægðar en okkur öllum nytsamur fróðleikur. Nú gildir um fyrir yður að drukna ekki í öllu moldviðrinu! Menn hafa mokað upp mælingum og litteratur, sem lítið er að treysta, því enn eru þessi fræði í barnæsku og er mest af því ónýtt! En í öllu þessu er mikilvægur kjarni, sem vel má verða mikið ljós á vegum manna. Þjer sjáið að nú reyna Þjóðverjar að fara eftir því og máski helst til kritiklaust (23. júní). Jón Steffensen átti eftir að sinna mannfræðilegum viðfangsefnum um áratugaskeið, meðfram prófessorsstöðu í læknisfræði við Háskóla Íslands, en hvergi er að finna spor um kynþáttahyggju í skrifum hans, hvað þá hug- myndir um kynhreinsun. Jón greinir sig frá öðrum þeim sem hér er fjallað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.