Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 11
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i
TMM 2012 · 2 11
„höfunda“ hennar var einn af brautryðjendum etnógrafíu inúíta, Vilhjálmur
Stefánsson (1879–1962), sem með nokkrum rétti mætti nefna fyrsta íslenska
mannfræðinginn. Hann lærði mannfræði í Harvard, í anda bandarískrar
hefðar sem löngum hefur fléttað saman fornleifafræði, málvísindum,
menningarmannfræði og líkamsmannfræði. Eftir að honum barst til eyrna
orðrómur um tilvist „ljósra“ eskimóa, sem líktust norrænum mönnum, á
Victoríaeyju í Kanada, skipulagði hann stærsta mannfræðileiðangur sinn
til heimskautasvæðanna (1908–1912), ef vera mætti að honum tækist að
finna þessa eskimóa og skrásetja lifnaðarhætti þeirra (Vilhjámur Stefánsson
1928). Vilhjálmur hélt því fram að einhverjir inúítanna sem hann dvaldi hjá
hefðu útlitseinkenni Evrópumanna og skýrði það þannig að þeir gætu verið
afkomendur inúíta og norrænna manna frá Grænlandi. Íslenskt blað, gefið
út í Winnipeg, sagði að uppgötvun hans „jafngilti því í mannfræðilegum
skilningi að finna týndu kynslóðir Ísraelsmanna“ (Lögberg-Heimskringla
1912:1).
Meðal kennara Vilhjálms við Harvardháskóla var Earnest Albert Hooton,
Mynd 1. Jón Steffensen og Kristján Eldjárn að störfum. Halldóra Eldjárn á að
hafa sagt að myndin hafi verið tekin „að loknum kvöldverði“. (Ljósmynd Gísli
Gestsson. Birt með leyfi Þjóðminjasafns Íslands).