Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 13
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i TMM 2012 · 2 13 Líkamsmannfræðin festist í sessi Vilhjálmur Stefánsson átti stóran þátt í því að kynna mannfræði fyrir almennum Íslendingum með rannsóknum sínum meðal inúíta. Það kom þó í hlut Haraldar Ólafssonar og Jens Pálssonar að tryggja mannfræðinni sess, bæði í háskólanum og í samfélaginu. Þeir sem fóru á undan Jens í líkams- mannfræði tóku aðra stefnu. Eiður dó ungur en Guðmundur og Jón urðu læknar. Rætur mannfræðiáhuga Jens Pálssonar (1926–2002) lágu djúpt. Í blaða- viðtali rekur hann hvernig áhugi hans á ólíkum manngerðum hafi kviknað í barnæsku. Hann klippti út í pappír, teiknaði og málaði alls konar mann gerðir, annaðhvort samkvæmt eigin ímyndunarafli eða hermdi eftir myndum. „Ég safnaði slíku pappírsfólki og flokkaði það í kynþætti og þjóðir. Þar voru blámenn frá Afríku, Indverjar, Mongólar og hvítir“ (Dagur Þorleifs- son 1966). Síðar á lífsleiðinni í mannfræðinámi, fyrst í Berkeley og síðar í Uppsölum og Mainz, skipti hann pappírsfólkinu út fyrir lifandi líkama. Þegar höfð eru í huga þau áhrif sem nasisminn hafði á þýska mannfræði og þá viðkvæmu aðstöðu sem hún bjó við í Þýskalandi eftir seinna stríð er það athyglisvert að Jens skyldi ákveða að halda námi sínu áfram þar. Hann varði doktorsritgerð sína við mannfræðideild Mainzháskóla árið 1967. Þar fann hann jarðveg fyrir áhuga sinn á þjóðum og kynþáttum og var styrktur til þess fjárhagslega. Sérstaklega naut hann stuðnings Ilse Schwidetzky sem var yfir mannfræðideildinni og var mjög áhugasöm að fá aðgang að íslenskum gögnum. Ilse leiðbeindi honum við doktorsnámið og greiddi götu hans að styrk frá Alexander Von Humboldt-Stiftung. Eftir að Jens kom heim úr námi barðist hann ákaft fyrir eflingu mann- fræðirannsókna í íslensku samhengi. Hann skilgreindi mannfræði raunar mjög þröngt sem líkamsmannfræði; allt annað kallaði hann „þjóðfræði“ (etnólógíu). Þessi skilgreining hefur reynst langlíf, enda hafði Jens mikil áhrif. Í lok sjöunda áratugarins og á þeim áttunda stofnaði hann, næstum einn og óstuddur, Mannfræðifélag Íslands (með ekki færri en 300 með- limum á einhverjum tíma, þar á meðal forseta Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni) og Mannfræðistofnun (fyrst sem einkastofnun árið 1968 og frá árinu 1975 sem hluta af Háskóla Íslands). Í þessu starfi naut hann tengsla sinna við öflun fjármagns og hugkvæmni í samskiptum við fjölmiðla. Hann var oft í kastljósi blaða og reglulega tekin við hann viðtöl, sem sýnir almennan áhuga meðal almennings um sögu og líkamsgerð Íslendinga, breytileika milli landshluta og samanburð við aðrar þjóðir. Sigmund birti skopteikningar af mælingum Jens Pálssonar (sjá mynd 2) og Útvarp Matthildur tók þær einnig fyrir. Viðföngin stilltu sér sjálfviljug upp til að vera mæld og ljósmynduð, ólíkt aðstæðum sem Vilhjálmur bjó við í nýlendusamhengi meðal inúíta. Margir Íslendingar muna ljóslega eftir því frá skólaárum sínum að hafa tekið þátt í þessum mælingum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.