Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 14
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n
14 TMM 2012 · 2
Verkefni Jens við að koma mannfræði á kortið mætti stundum andstöðu.
Á einhverjum tíma lenti hann í harðvítugum deilum við Jón Steffensen, sem
að hluta fór fram á síðum dagblaða. Sneru deilurnar jafnt um fagmennsku
og aðgang að beinum sem höfðu verið grafin upp í íslenskum kirkjugörðum
og varðveitt voru á söfnum og eins þeim tólum sem þurfti að nota við rann-
sóknir. Jón gagnrýndi Jens harðlega í grein sem birtist í Morgunblaðinu árið
1968, ásakaði hann fyrir að stæra sig af eigin árangri í viðtölum og viðhafa
vafasöm ummæli um keppinauta sína. Jens svaraði fyrir sig, sagði Jón ekki
hafa neina sérstaka þjálfun í mannfræði, og það yrði ekki falið bak við
titilinn prófessor í læknisfræði. Einnig sagði hann Jón hafa komið í veg fyrir
að hann fengi aðgang að beinasafni Þjóðminjasafnsins, enda liti Jón á það
sem sína eign.
Flestar rannsóknir Jens sneru að Íslendingum (1967a), breytileika í
líkamsgerð eftir landshlutum og samanburð við nálægar þjóðir, stundum í
samstarfi við fræðimenn frá Norðurlöndum og Þýskalandi, með áherslu á
Grænland, Norður-Noreg, Alaska og Kanada. Útgefið efni eftir hann byggir
fyrst og fremst á beinamælingum og samanburði hópa, en auk þess fékkst
Mynd 2. Túlkun Sigmunds á mælingum Jens Pálssonar. (Morgunblaðið, 16.
júní 1972).