Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 17
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i TMM 2012 · 2 17 hópum og áform um samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði (Gísli Pálsson 2007). Íslendingar voru sagðir heildstæður hópur erfðafræðilega séð, lifandi leifar víkingastofnsins, sem ætti að nýtast vel fyrir genaleit og hugsanlega svara mörgum brýnum spurningum í læknisfræði. Þessi starfsemi kynti undir erfðafræðilegum klisjum um áhrif gena á hegðun og persónueinkenni einstaklinga og þjóða. Þannig hefur á undanförnum árum oft verið vitnað til víkingaeðlisins í ræðu og riti. Hinum svokölluðu útrásarvíkingum sem fjárfestu í bönkum og viðskiptum af miklum móði í skjóli nýfrjálshyggjunnar þegar best lét, var lýst sem beinum arftökum fornra kappa sem lögðust í víking, börðust og söfnuðu fé (Kristín Loftsdóttir 2009). Líkamsmannfræði og myndlist mætast: Musée Islandique Enn er lögð stund á rannsóknir þar sem mannabein fela í sér mikilvægar upplýsingar. En þótt bein séu ekki alveg horfin af sjónarsviði vísindanna þá er hlutverk þeirra ólíkt því sem var. Mannfræðingar, fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafa að undanförnu kannað bein á nýstárlegan hátt og fléttað saman við rannsóknir á efnismenningu, hugmyndum og stjórnmálum (Sommer 2007, Sommer og Kruger 2011). En víst er þó að þau gögn sem líkamsmannfræðingar síðustu aldar söfnuðu, skráðu og greindu koma að takmörkuðu gagni nú á tímum, þótt ekki sé útilokað, eins og áður var bent á, að ný kynslóð líti þau öðrum augum. Víða um lönd, á söfnum og í arkífum háskóla, stofnana og einstaklinga liggur urmull af gögnum sem mann- fræðingar og fornleifafræðingar hafa safnað, yfirþyrmandi magn. Að vera staddur á einhverjum þessara geymslustaða, innan um öll þessi gögn – bein, hár og fingraför og óendanlega tölfræði, að ótöldum ljósmyndum og skringi- legum tólum og tækjum – er sérstök tilfinning og skilur margan manninn eftir á einhvern hátt snortinn. Um leið öðlast gömul og rykfallin gögn um líkamsgerð mannsins, sem stundum hafa verið afskrifuð í ljósi breyttra tíma, annað og nýtt líf, meðal annars í myndlist. Áður var minnst á ljósmyndir Jens, hvernig hlutlægni þeirra og stöðlun minnir á lögregluljósmyndun og eftirlit með þegnum. Slíkar myndir hafa verið viðfangsefni franska myndlistarmannsins Christians Boltanski (Semin, Garb og Kuspit 1997), t.d. þar sem hann stillir saman portrettum af morðingjum og fórnarlömbum þeirra, án þess að gera grein fyrir hverjir tilheyra hvorum hópi. Hér á Íslandi má nefna Birgi Andrésson sem leitaðist meðal annars við í list sinni að skilgreina Íslendinga. Verk hans Annars vegar fólk (1991), sem sett er saman af ljósmyndum, póstkortum og teikningum af íslenskum flækingum frá því um næstsíðustu aldamót (sjá mynd 4), „af fólki sem var hvergi fast í vist, eins og lög gerðu ráð fyrir“ (Þröstur Helgason 2010:115), er í þessum anda. Birgir segir svo frá verki sínu:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.