Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 20
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n 20 TMM 2012 · 2 fór Jerome Napóleon prins, bróðursonur Napóleons Bonaparte. Í hópnum voru bæði vísindamenn og listamenn og var markmið þeirra að skrá og rannsaka líf á norðurslóðum. Meðal annars tóku þeir gifsafsteypur af inn- fæddum í mannfræðilegum tilgangi. Gripirnir voru 25 að tölu af 13 ein- staklingum og voru þeir sýndir á mikilli sýningu í Palais Royal í París, sennilega undir nafninu Musée Islandique. Þessar afsteypur voru gerðar í samræmi við ríkjandi hefðir á sviði mannmælingafræða og undirstrika nýlendutengsl og heimsveldisdrauma samtímans. Segja má að viðfangsefni Ólafar beinist bæði að upphafi og lokum mannmælinga. Afsteypurnar í Musée de l’Homme eru frá árdögum þessara fræða á blómaskeiði nýlendu- tímans, en mælingar Jens og samstarfsfólks hans mörkuðu endalok þeirra, sem leifar hnattræns valdakerfis sem hafði runnið sitt skeið. Nýlendurnar höfðu orðið að eftirlendum. Lokaorð Bein hafa ekki einungis verið mannfræðingum mikilvægur efniviður. Fólk hefur haft áhuga á beinum á öllum tímum og í fjölbreyttu samhengi, ekki bara fræðilegu, enda er saga beina nátengd sögu greftrunarsiða sem eru sennilega jafn gamlir og tegundin Homo sapiens. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, fylgdu líkamsmannfræði mikilvæg hvörf hvað varðar aðferðir og þankagang. Mannabein, einkum höfuðkúpur, voru sett á sérstakan stall. Kenningaleg umfjöllun var í lágmarki en þeim mun meira af tölum og katalógum. Eins og Scott o.fl. benda á (2000:347), var mottóið einfaldlega: „safnið bara nógu miklu af gögnum og vandamálin munu skýrast af sjálfum sér“. Í nánast hálfrar aldar gömlu sögulegu yfirliti sínu um tól og aðferðir líkamsmannfræðinnar hafði Hoyme litlar efasemdir um bjarta framtíðina. Hún veltir fyrir sér næstu fimmtíu árum og segir (1953:425): Víst er … að mælingar á fólki (anthropometry), aðalsmerki líffræðilegrar mann- fræði, verður áfram ein af aðferðum mannfræðinga enda þótt aðferðir annarra fræða sem snerta líffræði hljóti einnig að verða teknar upp þar sem þess er þörf. … Mörg vandamál varðandi umfang og hlutföll eru enn óleyst, og eflaust munu erfða- fræði, lífeðlisfræði, sálarfræði og vistfræði skilgreina ný viðfangsefni í framtíðinni, þar sem gögn líkamsmannfræðinnar kunna að koma að góðum notum. Samt hljóta nútímalesendur að spyrja hversu mikið gagn hafi verið af öllum mælingunum á síðustu öld. Hoyme játar (1953:423) að það sé „dálítið erfitt að átta sig á því af hverju þessar mælingar og kvarðar verðskulduðu rann- sóknir“; „nauðsynlegt er“, bætir hún við, „að skoða þessar rannsóknir með hliðsjón af andrúmslofti þess samtíma sem um var að ræða“. Með þróun erfðafræðinnar á fimmta áratugnum og nýju erfðafræðinni á sjöunda áratugnum og síðar, fóru bein og textar út á jaðar fræðanna. Sumir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.