Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 25
TMM 2012 · 2 25 Steinar Bragi Hvíti geldingurinn 1. kafli Í miðju Sanaa, höfuðborgar Yemen, er há, ferköntuð bygging, mikil um sig og sumpart óvenjuleg, en þó taka fáir eftir henni og enn færri kunna á henni nokkur skil. Neðri hluti hennar er með öllu gluggalaus og neðan frá séð virðist hún raunar ekkert vera nema veggur, jafnvel ekki nema einn: látlaus og ókleifur. Á byggingunni eru einar dyr, úr stáli og bogadregnar, og yfir þeim er lítil myndavél. Nokkrum sinnum á dag opnast þær til að hleypa inn ríkmannlegum bílum með skyggðum gluggum en lokast svo strax aftur. Götur hverfisins þar sem byggingin stendur eru þröngar og umferðin og mannmergðin á þeim slík að fáir beina augum sínum nokkru sinni upp í loft, enda svosem ekkert að sjá; á daginn slær bjartur himinninn glýju í augu þeirra og á kvöldin er of dimmt til að nokkuð sjáist nema stöku upplýstir gluggar eða sígarettuglóð á svölum. En hvað er inni í þessari dularfullu byggingu? – Á vængjum skáldskap arins, óbærilega léttum, svífum við upp með veggjum þessa ferlíkis, hnitum hringi yfir og beinum loks sjónum okkar að hávöxnum, hvítum pilti. Í hjarta bygg- ingarinnar, á svolitlu grænu frímerki sem er garður, liggur pilturinn á bakinu og horfir pírðum augu til himins. Yfir andliti sér, sviplitlu og eilítið gapandi, sveiflar hann af og til blævæng. Kannski er það bara hitinn sem gerir piltinn svona frámunalega sljóan, en þó gæti verið til önnur og betri ástæða sem verður tíunduð síðar. Á dreif um garðinn eru litrík blómabeð, skuggsæl tré, og næst piltinum er hjalandi gosbrunnur á þremur stöllum; á þeim efsta reigir vængjaður, þybbinn smádrengur sig til lofts með spíssaða ör á streng. Sjálft lífblóð garðsins er þó ekki að finna í honum sjálfum heldur skugg- sælum bogagöngunum sem liggja umhverfis. Þar sitja undurfagrar, létt- klæddar konur í hópum og vifta sig rétt eins og pilturinn, en ólíkt honum njóta þær félagsskapar hver af annarri og spjalla um hitt og þetta, stundum af ákefð. Stöku sinnum hrópa þær eitthvað til piltsins og hann gengur til þeirra, bregður sér frá og kemur aftur með vatnsglas, límónaði eða jafnvel kökusneið en hverfur svo aftur út í garðinn þar sem hann leggst og horfir þessum sljóu augum sínum upp í himininn. Piltinum er ekki bannað að sitja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.