Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 30
S t e i n a r B r a g i 30 TMM 2012 · 2 þúsund dollarar og hundruð þeirra væru seldir á ári; fæstir sneru nokkru sinni aftur til Evrópu, ýmist vegna hinnar ströngu gæslu sem þeir voru beittir, eða að þeir skömmuðust sín vegna þess sem hafði verið gert við þá. „Það er líka erfitt að finna í sér dug til að … rjúfa kyrrðina,“ sagði hann. Talandi Moms var hljómlítill og flatur, andlitið með þessum eilítið slapandi holusvip sem Finnur þekkti svo vel frá sjálfum sér. Á góðum degi leið honum líkt og skýi sem flaut yfir heiðbláan himin, næstum óbærilega djúpan. „Þrúgandi,“ hugsaði Finnur eða sagði upphátt. Það skipti ekki máli. * * * Dagarnir sem Mom kom í heimsókn voru frábrugðnir hinum; yfirleitt birtist hann síðla dags niðri í garðinum, spjallaði við stúlkurnar og sagði fréttir af efri hæðunum eða því sem hann sá út um gluggana. Hann aðstoðaði Finn við að vekja stúlkurnar sem áttu að þjónusta um kvöldið, hjálpaði við að klæða þær og snyrta og fylgdi þeim ásamt Finni inn í bygginguna, framhjá vörðum sem opnuðu fyrir þau dyr inn í herbergi þar sem var lyfta. Í varðklefanum var hundur sem urraði í hvert sinn sem þau gengu framhjá og Mom sagði að væri fóðraður á eistum þeirra sem væru geltir í byggingunni – það vakti kátínu stúlknanna. Leiðangur þessi var farinn á hverju kvöldi, nema á sunnudögum, í sama mund og daglegur en misfjölmennur kvöldverður var að enda ofar í bygg- ingunni. Þegar lyftan opnaðist tóku tveir vopnaðir verðir við stúlkunum, ef Mom var í heimsókn varð hann eftir niðri í garðinum en Finnur fór með stúlkunum upp í lyftunni. Þótt hvorugur geldinganna væri fær um að ná stinningu, þar sem líkami þeirra framleiddi ekki lengur tilskilið hormón, voru þeir stundum hafðir til aðstoðar eða almennrar upplyftingar í þjónustu kvöldsins. Í fyrsta skipti sem Finnur var í þjónustu fór hann ásamt tveimur stúlkum, þeirri hollensku og einni frá Líbýu, til aldraðs araba sem lét hann sleikja konurnar og flengdi hann á meðan en fékk svo fullnægingu yfir andlitið á honum – sú fyrri virtist óendanleg og blindaði Finn en sú seinni var minni, þá var komið fram á morgun. Í annað skipti var hann aðskilinn frá stúlkunum og sendur einn í herbergi þar sem var bar meðfram endilöngum veggnum og fjórir drukknir, ungir arabar börðu hann og spörkuðu honum á milli sín þar til hann lá í gólfinu og gat ekki hreyft sig, þá nauðguðu þeir honum fram á morgun. Að þessu loknu var hann borinn aftur niður í garðinn, lagður í rúmið sitt í litla herberginu þaðan sem sá út að gosbrunninum, og Mom annaðist hann þar til hann gat aftur gengið. 4. kafli Dag nokkurn, eftir eina af þessum erfiðu nóttum, vaknaði Finnur og sá að það snjóaði í garðinum fyrir utan, þykkum flygsum sem svifu hægt til jarðar og minntu á æsku hans í Vesturbæ Reykjavíkur; í einni af minningunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.