Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 31
H v í t i g e l d i n g u r i n n TMM 2012 · 2 31 lá hann í herberginu sínu, las í bók og horfði af og til út um gluggann á snjókomuna, þegar pabbi hans braust drukkinn inn í herbergið, lagðist á gólfið við hlið rúmsins og fór að gráta. Snjórinn varð að blómum, gulum í miðjunni, og svo augum sem öll horfðu inn um herbergið til hans. – Ásakandi, eins og eitthvað af þessu væri honum sjálfum að kenna, eins og hann gæti gert annað en að hlýða. „Áttirðu börn?“ spurði hann Mom þegar hann kom inn um dyrnar, augun hvít, húðin ljómandi eins og á heilögum geldingi. Mom hristi höfuðið. Þeir töluðu um feður sína, settust fram í bogagöngin og rauðhærða stelpan frá Hollandi kom aðvífandi og talaði um pabba sinn, arabísku stelpurnar slógust í hópinn töluðu um feður sína, og pólsk stelpa sem hafði verið háð meth- amfetamíni í Berlín talaði um pabba sinn og grét, greip um höfuð Finns og klemmdi milli stórra brjóstanna þar til hann kúgaðist og fann eitthvað grautarkennt vella út um rifna holuna milli lappanna á sér, holuna alla. * * * Með tímanum varð geldingurinn sífellt friðsælli innra með sér, fór lægra upp og lægra niður, hvíldi rórri í sjálfum sér. „Geldingakyrrðin,“ sögðu stúlkurnar stundum við hann, og sumar sögðust öfunda hann af skortinum. Stundum lögðu þær hann í grasið við gosbrunn- inn og skoðuðu á honum stubbinn sem var nú eins og samanskroppin, dökk- leit rúsína ofan við slapandi húðina sem eitt sinn hafði þakið á honum eistun. Sumar skemmtu sér við að blása í hann lífi, gældu við stubbinn, sýndu honum á sér bleikar rifurnar, þurrar eða blautar, í brúnni eða næpuhvítri húðinni, og töluðu við hann á hátt sem vakti honum ógleði. En stundum var líkt og eitthvað bærði á sér djúpt innan í honum, eins og lítið glitrandi síli bankaði hausnum upp undir ísbreiðu norðurpólsins í eltingarleik sínum við sólargeisla. Í eitt skiptið, þegar honum fannst hann vera óvenju vakandi og írönsk stúlka strauk um bringu hans og söng blíðlegt þjóðlag yfir honum, sléttist úr fellingum stubbsins, hann rann snöggt fram, náði fingurlengd en stöðvaðist þá, dróst saman og rann aftur saman við doðann. Stundum höfðu konurnar samfarir hver við aðra inni á herbergjunum; stundum voru þær í hópum, og Finnur bar í þær drykki, sveiflaði yfir þeim stórum blævæng og horfði á líkama renna saman og í sundur, spennast upp í loft, verða magnvana, glansandi og geislandi. Hann velti fyrir sér þessu afli og hvað hefði verið tekið frá honum. Hann skildi það ekki. Stundum fylltist hann volgum, óljósum tilfinningum og fannst hann gliðna og tár spretta fram á honum öllum. Hann var logndautt haf, andvarp og tómur pollur. Hann var fluttur með lyftunni í íbúð annarrar af stúlkunum sem voru þarna sjálfviljugar til að safna peningum fyrir einhverju sem þær vanhagaði um heima hjá sér. Fyrst voru þau þrjú saman: geldingurinn, belgíska konan og bandaríska konan. Þær voru kátar en hranalegri við hann en stelpurnar í garðinum. Þær klæddu hann úr fötunum, stungu stubbnum upp í sig, bitu og klipu, hengdu bláa jólakúlu niður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.