Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 32
S t e i n a r B r a g i 32 TMM 2012 · 2 úr stubbnum, máluðu andlitið á honum hvítt með kæfandi, þykkri málningu, settu lampaskerm á höfuð hans og plöntuðu í eitt hornið þar sem hann stóð meðan þær borðuðu kvöldverð ásamt eiginmönnum sínum og vinum þeirra. Þá vafði einn mannanna vír utan um stubbinn, leiddi hann að innstungu á veggnum og skipaði honum að stinga sér inn í hana. Geldingurinn hugsaði um eldflaug sem tókst á loft og hvernig væri að búa innan í kjarnorkusveppi; hann þrýsti sér inn í vegginn, eldi rigndi yfir heiminn, húðin bylgjaðist og sprakk, hárið sviðnaði af höfðinu, augabrúnirnar, hárin á fótunum. 5. kafli Eftir því sem tíminn leið drógust augu geldingsins æ oftar að styttunni í miðju garðsins; að litla, þybbna stráknum sem hann vissi hvað hét en leyfði nafninu að hvíla í doðanum ásamt öllu hinu. Það var einfaldara þannig. Örin á boganum stóð næstum þráðbeint upp í loft og stundum fannst geldingnum eins og blindandi glampa stafaði af oddinum. Hann reyndi að deyfa hugsanirnar um oddinn en það var erfitt, þær sukku ekki og hurfu heldur möruðu eins og í hálfu kafi, hvort sem var dags eða nætur. Einn daginn, þegar hann var að baða smávaxna afgangska stúlku fyrir þjónustu, sagðist hún ekki geta sett sig í spor hans. „Sjálf gæti ég þetta aldrei, fyrirgefðu mér,“ sagði hún. „Gætir ekki hvað?“ spurði geldingurinn og skildi ekki hvað hún meinti. Meðan hann þvoði henni og skrúbbaði fann hann stóru, brúnu augun hennar hvíla á sér. „Verið án kynlífs,“ sagði hún. „Eða án löngunar til þess … Verið án þessarar orku. Er það rétt skilið, ertu án löngunar? Eða geturðu bara ekki brugðist við, svalað henni?“ „Ég er án löngunar,“ sagði hann og hafði oft átt þetta samtal áður. Stelpan var nýkomin í búrið og vissi ekki ennþá hvernig allt gekk fyrir sig. „Án löngunar …“ sagði hún íhugul. „Ég hef aldrei hitt karlmann eins og þig áður. Á einhvern hátt minnirðu samt á pabba minn.“ Hún horfði dreymin upp í loft á meðan hann skrúbbaði yfir bringuna á henni og niður magann. Á eftir myndi hann nudda hana upp úr pálmaolíu. „Við erum algerar and- stæður,“ hélt hún áfram. „Ég er neydd til að stunda kynlíf og gera mér upp löngun … En þú ert neyddur til að hafa enga löngun, og sviptur kynlífi.“ Hann sagði ekki neitt, velti fyrir sér hvort hægt væri að kalla það kynlíf sem hann gerði, eða var skikkaður til að gera, einu sinni til tvisvar í viku. Líklega ekki. „En ég hef ást,“ sagði hann, og datt þetta í hug eins og skyndilega. „Hefurðu ást?“ Stúlkan greip um úlnlið hans og hann hætti að þvo henni. „Hvað meinarðu að þú hafir ást? Hvernig lýsir það sér?“ Hún virtist undr- andi og jafnvel í uppnámi. Hann ætlaði ekki að valda henni kvöl, og alls ekki svona skömmu áður en hún færi í lyftuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.