Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 33
H v í t i g e l d i n g u r i n n TMM 2012 · 2 33 „Ég meinti ekkert með þessu,“ sagði geldingurinn. „Segðu mér hvað þú meintir,“ sagði hún og hélt áfram að hvessa á hann augun. „Ég get elskað alla í kringum mig … ég finn til ástar,“ sagði hann. „Mér finnst gott að láta strjúka mér og finna til nálægðar við aðrar manneskjur.“ „Hefurðu orðið ástfanginn af konu síðan þú komst hérna inn?“ Hann hugsaði sig um en hristi svo höfuðið. „Líklega ekki,“ sagði hann og furðaði sig á því hversu ólíklega þetta hljómaði. Honum datt í hug að hann hefði verið í einhvers konar losti alla tíð síðan hann kom þarna inn. Stelpan þagði, stóð svo upp og leyfði honum að þurrka sér með handklæði. Fyrr um daginn hafði hún laxerað og hann rakað af henni öll líkamshárin eins og skipað hafði verið fyrir um. „Ég held að þú sért að tala um umhyggju og blíðu,“ sagði hún loks. „Ekki ást. Ég held að engin ást sé möguleg án löngunar … Löngunar til að stunda kynlíf með annarri manneskju og renna saman við hana.“ Hann hélt áfram að þegja, vafði um hana handklæði og batt saman í mittinu. „Ég get viðurkennt að karlmenn séu færir um að stunda kynlíf án ástar, en án kyn- lífs – eða að minnsta kosti löngunar til þess – getur ekki verið nein ást … Án þessa afls, eða hvað það heitir … Engin. Það er óhugsandi.“ Hún hristi höf- uðið og hélt áfram að stara framan í hann eins og hún vildi nauðga honum með augunum, þröngva sér inn um holuna í andlitinu. „Þú særir mig,“ sagði hann svo eftir stutta þögn en vissi að hún hafði rétt fyrir sér. Þau töluðu ekki meira saman. Stelpan lagðist í rúmið, hann nuddaði hana upp úr olíu, klæddi hana í nærföt og kjól, og fór svo inn í næsta herbergi þar sem önnur stúlka beið hans. * * * Um kvöldið leitaði geldingurinn í hverjum kima í huga sér í von um að rekast þar á eitthvað spíssað: ákefð, löngun eða andúð sem gæti hrifið hann burt frá sjálfum sér þótt ekki væri nema í sekúndubrot. Hann rámaði óljóst í eitt- hvað sem hét metnaður og ýtti fólki á undan sér þar til það eyddist og hvarf; sá menn hlaupa á eftir skínandi hvítum bolta, slá skínandi hvítan bolta yfir net, skjóta skínandi hvítum kúlum um grænt borð og reka rauðar kúlur ofan í göt. – Þannig hugsaði hann án þess beinlínis að spíssast innra með sér en reyndi að spinna við hugsunina og lyfta henni – allt var þetta á einhvern hátt eins og maður sem sagði gamansögur á helíumi, blés í lúður og stappaði fótunum, og féll Finni ekki vel í geð; of mikil áreynsla. Á afmælisdegi vinar hans hafði hann eitt sinn tæmt úr helíumblöðru upp í sig og sungið afmælis- söng. Eitt sinn hafði hann líka lesið mikið, stungið sér inn í konur og bundið við það miklar þrúgandi væntingar, langanir og ótta, og látið sig auk þess dreyma um að ferðast og sjá heiminn. „Nú hef ég séð Yemen,“ muldraði hann með sjálfum sér og pírði augun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.