Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 35
TMM 2012 · 2 35 Óskar Árni Óskarsson Russell Edson og ljóðheimur hans Russell Edson fæddist í New York árið 1935. Faðir hans Gus Edson var kunnur teiknimyndahöfundur sem teiknaði m.a. Andy Gump, þekkta teiknimyndafígúru á sínum tíma. Sjálfur hefur Edson fengist við gerð teiknimynda, bæði sem textahöfundur og teiknari. Segja má að einhver skyld- leiki sé á milli hinnar súrrealísku ljóðaveraldar hans og teiknimyndasagna og má það kallast harla óvenjulegur áhrifavaldur fyrir ljóðskáld. Sextán ára gamall vann hann til verðlauna fyrir teikningar í Art Students League í New York en hann byrjaði ekki að skrifa af fullri alvöru fyrr en hann innritaði sig í Black Mountain College í Norður-Karólínu, sem var mjög framsækinn lista- og rithöfundaskóli. Þar var hann undir handleiðslu ljóðskáldsins Charles Olson sem þekktur var fyrir ýmsar tilraunir í ljóðagerð. Samtíða Edson í skólanum voru ljóðskáld sem síðar áttu eftir að marka nokkur spor í amerískri ljóðlist, má þar nefna Robert Creely og Robert Duncan, og einnig framúrstefnutónskáldið John Cage. Fyrstu ljóð Edsons birtust í Black Mountain Review 1951. Seint á sjöunda áratugnum stofnaði hann sitt eigið grafíkverkstæði, Thing Press, og þar þrykkti hann þær tréristur sem prýða fyrstu bækur hans, en þær gaf hann út sjálfur í litlum upplögum. Nokkru eftir dvöl sína í Black Mountain College settist hann að í bænum Stamford í Connecticut, ásamt konu sinni Frances, og hefur búið þar síðan. Annars er flest á huldu um ævi Edsons, hann veitir sjaldan viðtöl og forðast fjölmiðla og minnir hann í því sambandi á landa sína, rithöfundana J. D. Salinger og Thomas Pynchon. Árið 1961 sendi hann frá sér fyrstu bók sína, A Stone is Nobody’s: Fables and Drawings, en síðan hefur komið frá honum fjöldinn allur af bókum, þar á meðal ein skáldsaga, sex smásagnasöfn og nokkur leikrit en þó fyrst og fremst ljóðabækur sem allar hafa að geyma hin sérstæðu prósaljóð Edsons. Nýjasta bók hans, See Jack, kom út árið 2009. Gömul kona á þá ósk heitasta að geta klifrað upp í nestiskörfuna sína, eins og piparkökukona, sú sem hefði vitaskuld gifst piparkökumanninum, hefði klof hans verið betur mótað. Hvað það væri notalegt að liggja á línþurrku í körfunni, hjá sultukrukku og kjúk- lingalæri og vera kysst af piparkökumanninum. Sumarskuggar, sumarbirta, gola í trjánum … Himneskt!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.