Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 42
Á r n i F i n n s s o n 42 TMM 2012 · 2 Í bók sinni Framtíð jarðar, segir dr. Gunnar G. Schram um Ríó-yfir- lýsinguna að: Gildi Ríó-yfirlýsingarinnar felst í því að líta má á hana sem eins konar stjórnarskrá ríkja heims í umhverfismálum á komandi árum. Þar er stefnan mörkuð, markmið sett og nýmæli mótuð sem án efa munu setja mark sitt á löggjöf og framkvæmd ríkja í umhverfismálum á næstu árum og áratugum. Yfirlýsingin er ekki lagalega skuldbindandi fyrir ríki en með því að ljá henni atkvæði sitt hafa ríki veraldar stað- fest að þau vilja framkvæma þá stefnu sem í henni felst.10 Þótt Ríó-yfirlýsingin hafi ekki verið lagaleg skuldbindandi fyrir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa þær grundvallarreglur sem þar er að finna smám saman verið lögfestar, bæði í einstökum ríkjum og í alþjóða- samningum (varúðarreglan var tekin upp í Úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna).11 Leiðarstef Árósasamningsins – sem er skilgetið afkvæmi 10. greinar Ríó- yfirlýsingarinnar – er áherslan á tengsl mannréttinda og umhverfismála. Sú staðreynd að fullgildingarferlið hér á landi skyldi taka rúman áratug er til marks um þann hausverk sem umhverfisverndarsamtök ollu lengi vel í kolli íslenskra ráðamanna. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, lýsti Árósasamningnum svo, að hann væri metnaðarfyllsta tilraun til lýðræðis- legrar umhverfisverndar sem ráðist hefði verið í á vegum stofnana Sam- einuðu þjóðanna.12 Í ljósi alls þessa – að ógleymdri vestrænni lýðræðishefð – er erfitt að skýra á hvaða ferðalagi íslensk stjórnvöld voru þegar þau skilgreindu alþjóðleg umhverfisverndarsamtök sem ógn við hagsmuni þjóðarinnar. Sennilega var tilgangurinn – öðrum þræði – að sannfæra landsmenn um að hvalamálið væri langt því frá tapaður málstaður. Þótt í móti blési um sinn myndi málið vinnast með markvissri kynningu á málstað Íslands erlendis. Á hinn bóginn voru ítrekaðar yfirlýsingar forsætis- og utanríkis- ráðherra um umhverfisverndarsamtök þess eðlis að þær verður að skoða sem stefnumótandi í utanríkismálum. Í þessari grein verða færð rök fyrir því að þessi stefna hafi beinlínis skaðað hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Rétt er að taka fram að innan stjórnarráðsins var fólk sem vann að umhverfismálum á öðrum forsendum en forustumenn ríkisstjórnar Íslands gerðu í lok síðustu aldar. Á sama tíma og hvalveiðideilan stóð sem hæst hér á Fróni fór fram undirbúningsvinna fyrir Ríó-ráðstefnuna. Á undirbúnings- fundum í Genf, Nairobi og New York var tekist á um orðalag Dagskrár 21, Ríó-yfirlýsinguna, Loftslagssamninginn og Samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika sem þjóðarleiðtogar skyldu taka endanlega afstöðu til í Ríó. Af gögnum Greenpeace International má sjá að samstarf samtakanna við fulltrúa Íslands, dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor, var mjög gott. Kom þar tvennt til: Í fyrsta lagi hafði dr. Gunnar mjög mikla reynslu af alþjóðlegum samningum vegna undirbúnings Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.