Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 44
Á r n i F i n n s s o n 44 TMM 2012 · 2 Síðar við sömu umræðu sagði Einar K. Guðfinnsson, að það væri „hreint tilræði við okkar efnahagslega sjálfstæði með hvaða hætti þeir [þ.e. Greenpeace] ráðast t.d. að fiskveiðum og fiskneyslu …“18 Spyrja má hvort Einari K. Guðfinnssyni eða Árna M. Mathiesen hefði hlotnast að verða skipaðir sjávarútvegsráðherrar hefðu þeir mælst til samráðs eða samstarfs við „þessa aðila“. Vorið 1994 átti höfundur þessarar greinar, þá starfsmaður Green peace International, fund með Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi umhverfis- ráðherra, í Gautaborg þar sem Össur var þá staddur í öðrum erindagjörðum. Metnaður umhverfisráðherra var að fylgja eftir tillögum Íslands um alþjóð- legan samning um bann við notkun þrávirkra lífrænna efna en heima á Íslandi snerust umræður á Alþingi helst um hina „svokölluðu alþjóðlegu öfgahópa í umhverfismálum“19 er ráðamenn og/eða þingmenn töldu ógna landshag. Umræða um hinar eiginlegu umhverfisógnir var sjaldgæfari á Alþingi Íslendinga. Þó var það svo að einstakir þingmenn og starfsmenn Alþingis leituðu til Greenpeace eftir þeim upplýsingum sem þá vanhagaði um.20 Í ágúst sama ár sendu hagsmunasamtök í sjávarútvegi frá sér tilkynningu þar sem þau höfnuðu með ótvíræðum hætti fundarboði Greenpeace-sam- takanna um verndun lífríkis sjávar. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: „Einnig skora hagsmunaaðilarnir á íslensk stjórnvöld, sé það rétt að þau hafi átt óformlegt samstarf við Greenpeace á bak við tjöldin undanfarin ár, að þau láti af öllu samráði og samstarfi nú þegar.“21 Þann 16. desember 1996 samþykkti allsherjarþing SÞ að halda sérstakt aukaþing til þess að meta þann árangur sem náðst hafði síðan Sameinuðu þjóðirnar héldu Ráðstefnuna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Mikilvægt er að í samþykkt sinni undirstrikaði allsherjarþingið jafn- framt nauðsyn þess að efla þátttöku frjálsra félagasamtaka við undirbúning og framkvæmd aukaþingsins. Þetta var vitaskuld mikilsverð viðurkenn- ing Sameinuðu þjóðanna á framlagi umhverfisverndarsamtaka á borð við Greenpeace, World Wide Fund for Nature (WWF), auk hundraða annarra samtaka sem láta sig varða starf Sameinuðu þjóðanna að umhverfismálum. Þá er ekki eingöngu átt við þau samtök sem hafa ráð á að sækja ráðstefnu SÞ heldur einnig þau sem nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að hafa áhrif á afstöðu eigin stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Þessi áhersla allsherjarþingsins fór greinilega ekki vel í hérlenda ráða- menn.22 Ef marka má Morgunblaðið var megináhersla forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, á þessum fundi þjóðarleiðtoga í New York borg eftir- farandi: … Samstarf við stofnanir, sem ekki tengjast stjórnvöldum, er ákaflega mikilvægt, en einnig er mikilvægt að standast þrýsting óábyrgra umhverfisverndunarhópa sem vilja slíta hin nauðsynlegu tengsl milli umhverfis og efnahags og líta síður á umhverfið sem auðlind fyrir afkomu fólks en verndaða náttúru.23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.