Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 49
Í s l e n s k s t j ó r n v ö l d o g u m h v e r f i s v e r n d a r s a m t ö k TMM 2012 · 2 49 Engin nöfn eru nefnd en er ekki líklegt að efst á lista grunaðra séu þau samtök sem ávallt hafa stutt málstað Íslands um aðgerðir til að sporna við mengun hafsins; Greenpeace og önnur slík samtök? Þegar þarna var komið sögu veittu starfsmenn umhverfis- og utanríkisráðuneytisins nokkurt við- nám því á sömu bls. segir einnig: Félagasamtök eru nú til að mynda virkir þátttakendur á flestum stærri ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og mörg þeirra hafa ráðið til starfa sérfræðinga á starfssviði sínu. Félagasamtök hafa þannig með samstarfi og þátttöku, í mörgum til- fellum, veruleg áhrif á málflutning ríkja. Mörg félagasamtök hafa hlotið viðurkenn- ingu stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og eru formlegir þátttakendur í mótun stefnu þeirra. Þessi samtök hafa lagt áherslu á að þrýsta á stjórnvöld og stofnanir þeirra að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.37 Áherslur umhverfis- og utanríkisráðuneytisins voru til marks um að starfs- menn þessara tveggja ráðuneyta höfðu aðra sýn á alþjóðamál en fulltrúar sjávarútvegsráðherra sem skoðuðu heiminn af kögunarhóli Alþjóðahval- veiðiráðsins. Hinir fyrrnefndu höfðu einfaldlega kynnst starfi Sameinuðu þjóðanna í New York, á ársfundum Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, fundum OSPAR-samningsins um verndun lífríkis Norðuraustur-Atlants- hafs eða annars staðar þar sem mengun, líffræðilegur fjölbreytileiki eða sjálfbær þróun eru til umræðu þjóða á milli. Þeir skildu mikilvægi og færni frjálsra félagasamtaka til að hafa þau áhrif sem þarf til að halda ríkisstjór- num við efnið og iðulega fór málflutningur slíkra samtaka saman við hags- muni Íslands. En þrátt fyrir þessa leiðréttingu á kúrsi stjórnvalda gagnvart frjálsum félagasamtökum var stefnan enn sú að leggjast gegn hvers kyns tillögum umhverfisverndarsamtaka um bætta umgengni við lífríki sjávar. Því fór það svo að árið 2004 lagðist Ísland gegn eigin tillögu um að fram færi hnattrænt mat á ástandi sjávar, ekki ólíkt því sem Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar38 hefur framkvæmt fjórum sinnum. Tillaga Íslands var lögð fram á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg tveimur árum fyrr og í ræðu sinni á leiðtogafundinum sagði forsætisráðherra, Davíð Oddsson: Íslendingar fagna einnig þeim árangri sem náðst hefur á þessum leiðtogafundi í þá átt að koma á kerfi á vegum Sameinuðu þjóðanna til alþjóðlegrar upplýsingamiðl- unar um ástand sjávarvistkerfisins. Þetta á að gera fyrir árið 2004. Þetta er mikil- vægt skref í baráttunni gegn mengun sjávar um heim allan.39 Tillaga Íslands var samþykkt40 en þegar til kastanna kom lagðist Ísland eindregið gegn eigin tillögu á þeirri forsendu að slíkt mat gæti ekki náð til fiskstofna heldur hlyti að takmarkast við mengun sjávar.41 Ísland varð því utanveltu fyrstu árin í umræðu um eigin tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Viðsnúningur íslenskra stjórnvalda vakti undrun meðal þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.