Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Page 54
54 TMM 2012 · 2 Andrew Szymanski Baristan og ég Þýðing: Atli Bollason Ég stóð úti og ég brosti því það var sólríkt. Það var dásamlegt að standa bara þarna og horfa í himinhvelfinguna sem var augsjáanlega hvelfing. Ég hafði engar efasemdir um að himinninn hvolfdist inn í eitthvað enn stórkostlegra og að geimurinn handan þess væri líka himinhvelfing sem hvolfdist inn í eitthvað enn stórkostlegra en það sem lá rétt handan himnanna. Ég vissi það því ég fann það og ég hef aldrei fundið neitt sem ekki var satt og rétt. Ég fór brosandi á kaffihús og fólkið á kaffihúsinu hló og brosti og ég gjóaði til þeirra augunum og perluhvít bök þeirra skinu á móti mér. Baristan sem bjó til lattébollann minn var brosandi líka og hún var yndisleg og ég brosti til hennar og sagði henni að við ættum að fara út og brosa saman einhvern tímann. Við gætum brosað saman á sólríkum degi og orðið vitni að himn- inum brosa og allt yrði dásamlegt og við myndum standa við altarið saman undir skínandi, brosandi mána og ég drægi gljáandi hring á fingur henni og hún drægi gljáandi hring á fingur mér. Baristan sagði að hún myndi gjarnan vilja brosa áfram og að hún myndi brosa með mér og við gætum brosað saman um allar aldir og að eilífu uns við gengjum inn í hvelfinguna sem liggur handan hins sýnilega himins. Ég tók létt í hönd hennar og lyfti ljúflega svo hún sveif yfir afgreiðsluborðið sem skildi okkur að og í faðm minn og ég hélt á henni eins og barni og gestirnir brostu til okkar þegar ég bar baristuna á höndum mér út af kaffihúsinu og inn í daginn. Baristan og ég gengum meðfram grasi grónum stígum og dáðumst að ökrunum þar sem sólblómin teygðu sig til sólar því sólin er guð. Ég sagði baristunni að mér þætti það ósanngjarnt að sólblómin, þótt þau teygi sig, séu rótföst í jörðinni og geti því ekki náð til guðs, að sama hversu bein þau geri sig þá verði ræturnar áfram í moldinni. Svo baristan og ég gengum inn á akurinn og frelsuðum sólblómin. Við rifum þau hvert fyrir sig upp úr jörðinni með rótum og fylgdumst með þeim svífa upp til sólar sem var guð og sólblómin voru enn rismeiri þegar þau svifu þráðbein í átt að sólu (sem var guð). Baristan og ég fórum niður grasi gróna stígana að ströndinni í lautarferð. Fiskarnir stukku skælbrosandi úr vatninu. Mávarnir sungu lag sem hljómaði einsog sinfónía Mozarts í g-moll. Annar fugl söng ofan úr tré: „Fagra fljóð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.