Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 70
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r 70 TMM 2012 · 2 kom út árið 1922 undir heitinu Gosi – æfintýri gerfipilts (Collodi, 1883/1922). Nafnið Pinocchio hefur hinsvegar haldið sér á öðrum tungumálum, en pino þýðir fura á ítölsku (Gosi er gerður úr furu) og occhio auga. Samkvæmt því gæti nafnið merkt furuauga eða furukvistur, en orðið þýðir reyndar einnig furuhneta. Síðan þýðing Hallgríms kom út hefur Gosi komið út í óteljandi íslenskum útgáfum sem allar eru mikið breyttar eða styttar útgáfur af verki Collodis. Oft eru þær bara tilbrigði við upphaflega verkið og breyttar endur- sagnir, jafnvel skráðar undir öðrum höfundarnöfnum en Collodis.3 Það dró til tíðinda árið 1987 en þá kom út hjá Fjölvaútgáfunni vegleg útgáfa Gosa með stórum litteikningum, og mun það vera fyrsta heildarþýðing Gosa á íslensku eftir frumtexta Collodis (Collodi, 1883/1987). Þýðandinn, Þorsteinn Thorarensen, segist í formála telja Gosa-nafnið misheppnað. Hann skýrir það ekki nánar, en segir að ekki hafi verið fært að breyta því þótt hann hafi breytt öðrum mikilvægum nöfnum í sögunni (Þorsteinn Thorarensen, 1987). Sköpunarsagan Það skiptir miklu máli í verkinu að Gosi sé mennsk brúða, eða sæborg – sú staðreynd er miðlæg í allri sögunni um hann. Allt frá sköpun hans er það takmark hans og draumur að umbreytast úr spýtustrák í alvörudreng með því að læra að hegða sér vel og ná stjórn á lífi sínu. Það stýrir allri framvindu í sögunni og leiðir Gosa áfram á þessari ferð andhetjunnar í átt að þroska. Sköpunarsögur sæborga, sem og skaparar þeirra, eru oft fyrirferðarmesti og mikilvægasti þátturinn í verkum um þær, eins og Úlfhildur Dagsdóttir bendir á í bók sinni Sæborgin – stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (Úlfhildur Dagsdóttir, 2011). Gosi er engin undantekning, sköpun hans er veigamikill hluti af verki Collodis, og ennfremur sú hlið sögunnar sem hefur tekið hvað mestum breytingum í endurgerðum. Í frumútgáfu Collodis segir: Fyrir löngu var viðarkubbur; það var ekkert góður viður, að eins óbreyttur kubbur úr skógarjaðrinum. Hann var sömu tegundar og viðurinn, sem við notum til þess að kveikja upp með í ofnum og eldstæðum, til þess að hita herbergin. Jeg veit ekki hvernig það atvikaðist, en góðviðrisdag einn fann gamall viðarhöggvari þenna viðarkubb í vinnustofu sinni. (Collodi, 1883/1922:7). Sá ætlar sér að nota hann í borðfót og fer að höggva í hann. Þá skrækir kubburinn hárri röddu: „Æ, þú meiddir mig“ (Collodi, 1883/1922:8). Viðar- höggvarinn heggur aftur og kubburinn heldur áfram að skrækja. Þarna strax birtist prakkaraleg persóna Gosa og æringjahátturinn er eins og leiðarstef í sögunni. Geppetto, bláfátækur einstæðingur sem varla á til hnífs og skeiðar, kemur til viðarhöggvarans og biður um efni:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.