Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 71
„ E i n u s i n n i va r – t r é d r u m b u r“ TMM 2012 · 2 71 Jeg ætla að reyna að búa til gerfikarl úr trje. Það á að verða undrakarl, sem getur gengið, hlaupið og dansað. Jeg ætla að fara með hann um víða veröld og vinna mjer frægð og frama. (Collodi, 1883/1922:11). Viðarhöggvarinn leynir Geppetto skrækjunum í drumbinum, greinilega feginn að losna við hann. Þegar hann ætlar að rétta honum kubbinn tekur hann stökk, þeytist úr höndunum á honum og lendir harkalega á sköflungi Geppettos. Geppetto fer heim í fátæklegt kjallaraherbergi sitt og hefst handa við smíðina. Lífsmark sést fyrst í augum Gosa, sem horfa vandlega á Geppetto og fylgja honum eftir. Þegar hann býr til nefið hleypur vöxtur í það, og það lengist og lengist. Geppetto tálgar það „en því meira sem hann tálgaði, þess meira óx þetta óskammfeilna nef“ (Collodi, 1883/1922:14). Loks gerði hann munninn, og varla hafði hann lokið því þegar munnurinn fór að syngja og hlæja, ulla og gretta sig framan í hann. Um leið og Geppetto hafði lokið við hendurnar fann hann að hárkollunni var kippt af sér. Geppetto verður áhyggjufullur: „Pörupiltur, þú ert ekki fullskapaður enn, og þig skortir algerlega að bera virðingu fyrir föður þínum. Illur sonur!“ (Collodi, 1883/1922:15). Og fæturnir eru ekki fyrr fullgerðir en Gosi tekur að sparka í vesalings Geppetto. Gosi lærir fljótt að ganga og hlaupa. Þá sér hann að dyrnar standa opnar, stekkur út á götu og hleypur allt hvað af tekur. Loks kemur hermaður og seilist í nefið á Gosa, „sem var hlægilega vel lagað, til þess að hafa handfesti á“ (Collodi, 1883/1922:16–17). Geppetto ætlar með hann heim en Gosi fleygir sér í jörðina í frekjukasti. Fólkið sem á leið um götuna fer að vorkenna Gosa, og telur augljóst að Geppetto sé of harður við hann. Svo fer að hermaðurinn handtekur Geppetto fyrir harðræði en lætur Gosa lausan! Af þessu má sjá að Gosi var hortugur og ofbeldisfullur strax frá því hann var viðardrumbur. Sköpunarsagan er hinsvegar gjörbreytt í teiknaðri kvikmynd Walts Disney um Gosa, Pinocchio, frá árinu 1940 (Sharpsteen o.fl., 1940). Þar er Geppetto ekki sárfátækur einstæðingur heldur vinsæll leikfangasmiður sem býr síður en svo við þröngan kost. Hann smíðar strengjabrúðu og nefnir hana Pinocchio/Gosa. Um kvöldið óskar hann sér þess að Gosi sé lifandi drengur. Álfamær frá óskastjörnu lætur ósk hans rætast; það verðskuldi hann fyrir að hafa allt sitt líf gefið svo mikið af sér til annarra. Gosi vaknar til lífsins og er strax brosmildur, indæll og ákaflega hrekklaus. Það sýnir sig enda að hann er talhlýðinn með afbrigðum og lætur hafa sig út í hvað sem er. Álfamærin frá óskastjörnunni er teiknuð í bláum fötum og er augljóslega útfærsla Disneys á hinni mikilvægu „bláhærðu dís“ úr upprunalegu verki Collodis. Þessi bláhærða dís Collodis er dularfull vera sem hefur vald til að umbreyta Gosa í mennskan dreng, en er miklum mun flóknari persóna en álfamærin frá óskastjörnunni sem birtist hjá Disney. Í verki Collodis kemur hún hvað eftir annað inn í söguna þegar Gosi er kominn í öngstræti eða hefur gert eitthvað slæmt af sér, er stundum ákaflega hörð og refsandi en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.