Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 73
„ E i n u s i n n i va r – t r é d r u m b u r“ TMM 2012 · 2 73 frá sköpun sinni er Gosi Collodis hinsvegar ekki bara sjálfsöruggari og þroskaðri, heldur mun flóknari en krúttlegi litli Disney-Gosinn. Hann er hvatvís og ofbeldisfullur, sparkar og slær til föður síns, svarar kurteisi með hroka, kemur ekki öðrum til hjálpar í neyð og notar hvert tækifæri til að svindla sér í gegnum erfiðleika. Þá er það áberandi ólíkt með verkunum að nánast ekkert ofbeldi er að finna í Disney-kvikmyndinni og raunirnar sem Gosi gengur í gegnum aðeins smámunir miðað við sögu Collodis. Viðtökur verks geta verið lykilatriði í skilningi á því, móttökurnar og saga þeirra getur orðið hluti af merkingarsamhengi verksins þegar fram líða stundir. Hægt er að líta á það þannig að lesendur komi sér upp með tímanum ákveðnum ramma sem skilyrðir allar væntingar þeirra til verksins (Jauss, 1970). Þessi rammi mótast meðal annars af menningarbundinni forþekkingu fólks af verkinu, þekkingu lesandans á öðrum verkum úr bókmenntasögulegu umhverfi verksins og hvernig þeir tengja textann við eigin væntingar og lífsreynslu. Áðurnefnd kvikmynd Disneys frá 1940 hafði mikil áhrif á þessi væntingamörk lesenda þegar kemur að Gosa. Í þessari útgáfu Disneys breiddist verkið út um allan hinn vestræna heim og Disney- útgáfan er sú saga, og sú persóna Gosa, sem flestir lesendur þekkja. Þannig hefur teiknimyndin skilyrt skilning hins almenna lesanda á Gosa allar götur síðan hún kom út. Hér á landi, sem víðast hvar í hinum vestræna heimi, var yfirgnæfandi meirihluti útgáfa af Gosa einhverskonar afbrigði af Disney-kvikmyndinni áratugum saman, allt þar til Fjölvi gaf út fyrrnefnda heildarþýðingu á verki Collodis árið 1987. Þá gerði Roberto Benigni leikna bíómynd árið 2002, Pinocchio (Benigni, 2002), sem hlaut reyndar blendnar viðtökur. Þar er farið nokkuð nákvæmlega eftir upprunalegri sögu Collodis – en örlítið bætt við sköpunarsöguna; gefið er í skyn í upphafi að það hafi verið bláhærða dísin sem kveikti lífið í trjádrumbinum. Í næsta atriði þýtur drumburinn niður götuna, eins og hann hafi sjálfstætt líf, og snarstansar við dyr Geppettos sem líst vel á, og byrjar að smíða brúðu sem mun sjá fyrir honum í ellinni, segir hann. Skyndilega byrjar drumburinn að tala við hann og gera grín að gulu hárkollunni hans. Gosi er strax hortugur og ódæll, og fylgir sagan eftir þetta í meginatriðum söguþræði upphaflegrar útgáfu. Líkami brúðunnar Á myndunum sem fylgja fyrstu útgáfum á verki Collodis er Gosi langt frá hinum snotra og blíða Disney-Gosa, og líkist fremur grannvöxnum unglingi en barni. Teikningarnar sýna krangalegan spýtustrák, langan og mjóan, grófsmíðaðan með greinilegum liðamótum við hné og olnboga (Perella, 1986a). Gosi var teiknaður á þennan hátt allt fram til þess að áhrif Disney- teiknimyndarinnar urðu ráðandi eftir árið 1940. Höfuðið er fínlegt, andlitið mjótt, augun lítil og nefið stórt – andlitið er eini hluti líkamans sem gæti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.