Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 84
S t e fá n M á n i 84 TMM 2012 · 2 Gamla háskólaborgin er brún og alvarleg, þungt yfir henni, dálítið rúðustrikuð og full af sögu og fortíð og styttum af löngu látnum hetjum – ekki stríðshetjum heldur skáldum og heimspekingum, ef minnið svíkur mig ekki. Arno-áin silast gegnum miðbæinn, breið og hæg, með hlaðna bakka á báðar hendur. Áin er löng, borgin er stór og einsleit og það er erfitt að finna bílastæði. Svo geng ég af stað, ókunnugur maður á ókunnugum stað, og treysti á óskilgreinda eðlisávísun þangað til ég spyr til vegar. Himinninn er þungbúinn, svo drynur þruma – og þvílíkar dómsdagsdrunur! Eins og skotið sé af fallbyssum, jörðin nötrar og himinninn hlýtur að hafa rifnað sundur, beint fyrir ofan höfuðið á mér. Svo kemur regnið, og þvílíkt regn! Eins og hellt sé úr fötu – nákvæmlega þannig! Göturnar fyllast af vatni og tæmast af fólki, allt er á floti, vatn og ringulreið, og svo spretta þeir upp eins og gorkúlur – blökkumenn að selja regnhlífar. Hvaðan komu þeir? Ég stekk inn á lítinn pizzastað og kaupi pizzusneið og kók, finn sæti. Staðurinn er troðfullur af blautu flóttafólki og miðaldra, amerísk hjón segja „amazing, amazing!“ og reyna að tala við pizzakallinn, sem hristir bara höfuðið, talar ekki ensku. Svo styttir aðeins upp, ekki alveg, en aðeins. Ég spyr til vegar, er víst ansi nærri og geng af stað eftir mannlausum götum, svo votur að það verður varla neitt verra úr þessu. Meira rugl- ið, hugsa ég, en held áfram, kominn þetta langt, orðinn þetta blautur. Enn minnkar regnið, sólin brýst fram, ég þramma áfram en snarstoppa á götunni því þarna birtist hann bara allt í einu, eins og einhver hafi dregið frá tjald – baðaður sól og aðdáun mannkyns í mörghundruð ár. Skakki turninn Þarna. Bara eins og ekkert sé. Svo miklu fallegri en ég hafði ímyndað mér, svo miklu nær því að falla um koll en ég hafði áttað mig á. Augnablikið og eilífðin sameinuð í hvítum marmara, vísindum og trú – jafnögrandi og sunnudagaklædd krakkaskömm sem stendur á öðrum fæti á heljarbrún, hallar sér fram og horfir sjálfsörugg í augu móður sinnar. Sjáðu mig! Núna. Alltaf. Og hér er ég.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.