Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 90
S i g u r ð u r Pá l s s o n
90 TMM 2012 · 2
og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Stundum
óhugnanlega kunnuglegar.
Þetta var óvissuferð. Sköpun er alltaf óvissuferð.
Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans
sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu… réttara sagt,
staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu.
Í ritun verksins treysti ég ekki á fyrirfram ákveðið plan heldur á rökvísi
undirvitundarinnar. Ekki fyrirfram ákveðnar staðreyndir sem síðan er fyllt
upp í eins og litabók.
Tilfinning að þetta væru kannski hugsanir, INNRI RADDIR. Hverra?
Ekki endilega einstaklinga, heldur raddasafn sem er fljótandi í andrúms-
loftinu, tíðarandanum, einhvers konar sameiginlegrar undirvitundar sem er
mótuð af tungumálinu og mótar tungumálið.
Kannski á einhvern hátt AFGANGAR, afgangs hugsanir, afgangs persónur
í hagvaxtaræðinu, neyslukeyrslunni.
Afgangar af tilfinningakreppum og átökum.
Leiksviðsverur, sprottnar úr myrkri leiksviðsins.
Leikhúsmyrkur líkamnast. Þannig urðu þessar leikverur til.
Dæmi:
MILLA:
Ný og ný manneskja. Ég. Spegilbrot.
VILLA:
Hvernig?
MILLA:
Á hverjum morgni. Á hverju augnabliki.
Þegar ég vaknaði í morgun langaði mig til Moskvu.
VILLA:
Mig langaði að drepa Kreon.
MILLA:
Í Moskvu?
VILLA:
Nei, mig langaði bara að drepa hann.
MILLA:
Hvern?
VILLA:
Kreon.
MILLA:
Hver er það?
VILLA:
Ekki hugmynd, var sagt við mig í svefnrofunum. Drepa Kreon.
MILLA:
Mér var uppálagt að fara bara til Moskvu. Drífa mig bara.
VILLA:
Taka lestina?